Blairstjórnin breska fjármagnar einkavæðingaráróður í þróunarríkjum
Það muna eflaust margir eftir dr. Eammon Butler, sem kom hingað til lands í boði Verslunarráðs Íslands, sl. haust. Hann starfar fyrir mjög hægri sinnaða hugmyndasmiðju ("think tank") í Lundúnum, sem heitir Adam Smith Institute. Eammon þessi, og boðskapur hans, hefur nokkrum sinnum verið viðfangsefni í skrifum á þessari síðu.
Þessi sendimaður Adam Smith stofnunarinnar vakti athygli fyrir hve langt hann vildi ganga í einkavæðingu almannaþjónustunnar. Í sjálfu sér hefði þetta ekki þurft að koma óvart nokkrum þeim sem þekkja til þeirrar stofnunar sem hann starfar við. Adam Smith stofnunin hefur nefnilega gengið flestum öðrum harðar fram í að hvetja bresku stjórnina að draga stórlega úr skattheimtu, einkavæða heilbrigðisþjónustuna, segja upp starfsmönnum ríkis og sveitarfélaga og búa þannig í haginn fyrir að einkaaðilar komi inn á sviðið, setji upp þjónustu á eigin forsendum en með ríkisstyrk þó - og rukki auk þess notendur þjónustunnar beint.
Hvers vegna viðbit úr búri Blairs?
Þetta gengur að sjálfsögðu þvert á allt sem heitir jafnaðarmennska en þrátt fyrir allt er ríkisstjórn Verkamannaflokksins stundum að bisa við að kenna sig við hana. Þess vegna kom það mörgum á óvart þegar breska stórblaðið Guardian greindi frá því í janúar, að Adam Smith Institute nyti ríflegs ríkisstuðnings. "Helsta áróðurssmiðjan um einkavæðingu fjármögnuð með almannaé", sagði blaðið.
Focus, sem er málgagn Heimssamtaka starfsfólks í almannaþjónustu, (Public Service Int
Ég spurði breskan félaga minn úr verkalýðssamtökunum Unison, hvernig svona lagað gæti gerst. Hann kvaðst halda að skýringin væri sú, að fram hefði farið útboð um þessa ráðgjafaþjónustu og Adam Smith Institute orðið hlutskarpast!
Þetta eru sko markaðssinnar sem segja sex. Nákvæmlega sama um innihald og niðurstöður svo framarlega sem farið er að lögmálum markaðarins! Þarna er semsagt komin skýringin á því að Adam Smith Institute á innangengt í býtibúrið hjá Tony Blair.