BORGARSKIPULAGIÐ ÞJÓNI ALMENNINGI EN EKKI PENINGAÖFLUM
Í fréttatilkynningu um fund í Safnahúsinu í Reykjavík klukkan tólf á laugardag um borgarskipulagið segir m.a. : „Alltof mörg dæmi eru þess að peninga- og arðsemissjónarmið ráði um þróun byggðar á höfuðborgarsvæðinu en ekki almannahagur.
Vönduð og fagleg vinnubrögð eiga greinilega erfitt uppdráttar og varðstöðumenn lýðræðisins eru vart sjáanlegir þegar handhafar peninganna reisa kröfur sínar.
Þess vegna er talað um peningaræði í borgarskipulaginu í yfirskrift fundarins. Tvö nýleg dæmi um peningaræði á kostnað lýðræðis í Reykjavík er uppbyggingin á svokölluðum útvarpsreit í Efstaleiti og svo aftur fyrirhuguð hótelbygging á Austurvelli.
Hvað veldur þessari þróun? Ekki hefur þetta alltaf verið svona, hvað hefur breyst og hvernig má lagfæra það sem úrskeiðis hefur farið í borgarskipulaginu?"
Hér er boðað til fundarins á feisbók:
https://www.facebook.com/events/2001136300132976/
Hér eru tengd skrif: https://www.ogmundur.is/is/greinar/malbikunarvelarnar-i-efstaleiti-og-a-austurvelli