Fara í efni

BRÚUM BILIÐ Á MILLI FÆÐINGARORLOFS OG LEIKSKÓLA

Leikskólinn 2
Leikskólinn 2


Fram er komin á Alþingi þingsályktunartillaga um að hafist verði handa við undirbúning þess „ að bjóða leikskólaúrræði strax og fæðingarorlofi lýkur. Miðað verði við að þegar fæðingarorlofið hefur verið lengt í 12 mánuði árið 2016 verði sveitarfélög um landið reiðubúin að veita þjónustuna. Nefndin skili tillögum til ráðherra fyrir 1. febrúar 2014," segir í tillögunni en að undirbúningnum komi sveitarfélögin ásamt ríkisvaldinu.
Svandís Svavarsdóttir, formaður þingflokks VG, er fyrsti flutningsmaður en meðflutningsmenn eru allir þingmenn VG, sbr. hér: http://www.althingi.is/altext/142/s/0096.html

Gegn andvaraleysi

Nýlegt mál sem upp kom í Reykjavík minnir okkur á mikilvægi þess að hafa leikskólamálin í góðum farvegi. Um það fjallar Þorleifur Gunnlaugsson, varaborgarfulltrúi VG, í nýlegum pistli á Eyjunni. Hann segir m.a. „Ég vil í þessu sambandi leggja áherslu á að margir einkaskólar geta verið prýðilega reknir með góðu starfsfólki og góð uppeldismarkmið að leiðarljósi. Það er hins vegar óásættanlegt að setja leikskólann inn í farveg einkarekins atvinnureksturs sem ætlað er að færa eigendum sínum arð. Með andvarleysi mega borgaryfirvöld ekki láta það henda að slíkt kerfi festi sig í sessi."
http://blog.pressan.is/thorleifur/