EES samningurinn var aldrei mitt ljóð
Ræða flutt á ársfundi ASÍ 28. október 2004:
Góðir félagar í ASÍ.
Að mörgu leyti stendur verkalýðshreyfingin á tímamótum ekki aðeins hér á landi heldur víðs vegar um heiminn. Að henni er sótt af gamalkunnum andstæðingum og er það tímanna tákn að nú er að nýju notuð hugtök sem fyrir tveimur til þremur áratugum mörgum þótti vera að úreldast. Auðvald á sér nú augljósari skírskotun til samtímans en nánast allan síðari hluta tuttugustu aldarinnar. Og að sjálfsögðu er það auðvaldið sem sækir nú að verkalýðshreyfingunni og vill brjóta hana á bak aftur.
Jafnframt þrengir gróðahyggja fast að jafnaðar- og velferðarþjóðfélaginu –hún nagar í undirstöður þess.
Velferðarþjóðfélag og verkalýðshreyfing er sitt hvor hliðin á sama peningnum og það segir sína sögu að samtímis skuli gerð aðför að velferðarþjóðfélaginu og verkalýðshreyfingunni.
Þegar Margrét Thatcher komst til valda í Bretlandi í lok áttunda áratugar síðustu aldar, lýsti hún því opinskátt yfir að forsenda þess að takast mætti að markaðsvæða samfélagið og
Það er engin tilviljun að í íslenskri verkalýðshreyfingu skuli sífellt meira vera lagt upp úr alþjóðlegu starfi. Alþjóðavæðingin hefur nefnilega haldið innreið sína á nánast öllum sviðum samfélagsins; bæði til góðs og til ills – allt komið undir því hvernig á er haldið og hverjir á halda.
Hjá Alþjóðaviðskiptastofnuninni er tekist á um skiplagsgrundvöll samfélagsins og gildir hið sama um drögin sem nú hafa verið kynnt á vegum Evrópusambandsins að því sem menn kalla þjónustutilskipun. Hún fjallar um grundvallaratriði. Um þessa tilskipun eru nú harðvítug átök þar sem annars vegar stendur verkalýðshreyfingin í Evrópu fullkomlega einhuga og sameinuð og hins vegar gróðaöflin – einnig sameinuð og samstiga á sinn sundurlynda hátt.
Tekist er á um tvennt. Annars vegar hvernig skilgreina eigi þá þjónustu, sem nú stendur til að færa undir markaðslögmálin á innri markaði hins Evrópska markaðssvæðis, hvort þessi tilskipun eigi að taka til heilsugæslu og skóla. Það vill markaðshyggjan – ekki við.
Hitt atriðið, sem tekist er á um, snýr að samningum á vinnumarkaði. Upprunalandsregla virðist ósköp saklaust hugtak en þegar betur er að gáð er engu sakleysi þar fyrir að fara. Samkvæmt þessari reglu eiga að gilda samningar og vinnureglur í því landi sem fyrirtæki er upprunnið í. Hasli pólskt fyrirtæki sér völl í Þýskalandi eða á Íslandi skulu pólskir samningar og pólskar vinnureglur gilda. Og það yrðu pólsk yfirvöld – það er að segja, ef þessi galna regla verður samþykkt – sem kæmu til með að fylgjast með því að samningar yrðu haldnir hér uppi á Íslandi ef því væri að skipta – þess vegna á Kárahnjúkum.
Íslensk verkalýðshreyfing hefur greiða aðkomu að stefnumótandi umræðu um þessa tilskipun og annað á vinnuborði Evrópusambandsins og þá aðkomu höfum við nýtt okkur og munum nýta okkur í samráði og samvinnu við félaga okkar í Evrópu.
Af alefli verðum við að beita okkur gegn þessari tilskipun enda gætu afleiðingar hennar orðið mjög afdrifaríkar.
Aldrei hefur það verið meira knýjandi en einmitt nú, að á vegum verkalýðshreyfingarinnar fari fram kröftug umræða um alþjóðamál, réttindi launafólks í heiminum öllum, GATS og Evrópusambandið. Innan
Á Kárahnjúkum höfum við séð vísi að því sem koma skal ef varnirnar bresta: Ósvífin fyrirtæki sem níðast á varnarlausu verkafólki. Ég spyr, hvernig væri ástandið ef íslensk verkalýðshreyfing hefði ekki reynt að standa vaktina? Hún er erfið sú vakt og það er verkefni okkar allra að standa þétt saman að baki fulltrúum Alýðusambands Íslands við Kárahnjúka og hvarvetna sem brotin eru mannréttindi á fólki.
Það er líka sameiginlegt verkefni okkar allra að standa sem órjúfanlegur múr með sjómönnum sem nú halda um fjöregg verkalýðshreyfingarinnar frammi fyrir útgerðarauðvaldi, sem vill hrifsa það brott – svipta sjómannastéttina sjálfum samningsréttinum; réttinum til að standa saman – réttinum til að semja í sameiningu um kaup og kjör. Barátta sjómanna er barátta okkar allra.
Einnig gagnvart kennurum eigum við að sýna samhug og samstöðu. Þeir eiga nú í strangri og erfiðri baráttu til að rétta kjör sín. Ég er í hópi þeirra sem ekki sætta sig við aukinn kjaramun í samfélaginu – ekki heldur innan kjarakerfa sem launafólk tekur sjálft þátt í að smíða. Þannig þykir mér eðlilegt að hver taki mið af öðrum í kjarabaráttunni, einn hópur horfi til annars. Þetta getur kostað hnútuköst en gætum að því að bregða aldrei fæti hvert fyrir annað. Höfum sjónarhornið vítt – horfum til þjóðfélagsins alls – einnig og ekki síst til þeirra sem mala gullið og hafa nánast sem skotsilfur - vasapening - mánaðarlaun kennarans. Í þessu samhengi eigum við að líta á kjarabaráttu kennara. Góðir félagar minnumst þess að á sjöttu viku í verkfalli eru tilfinningarnar heitar og orðin dýr. Sendum sjómönnum, kennurum, verkamönnum á Kárahnjúkum, sendum öllu launafólki, sem stendur nú í harðri baráttu fyrir betri kjörum, góðar kveðjur.
Inn í ykkar raðir góðir félagar í ASÍ – sendum við baráttukveðjur.
Ég vil færa Grétari Þorsteinssyni, forseta Alþýðusambands Íslands, og öðrum forsvarsmönnum ASÍ þakkir fyrir vináttu og gefandi samstarf. Fulltrúum á þessum ársfundi ASÍ færi ég kveðjur og til handa íslensku launafólki og öllum þeim, sem annt er um jöfnuð, réttlæti og velferð á Íslandi á ég þá ósk, að Alþýðusamband Íslands muni dafna og eflast sem aldrei fyrr.