Einsog í Krosssinum
22.08.2003
Í allt sumar hefur verið reynt að kreista út úr ríkisstjórninni hvaða forsendur hún leggi til grundvallar í varnarmálum Íslendinga. Ekki gangi að segja það eitt að herinn verði áfram, án þess að forsendur þessa liggi fyrir og þær fáist ræddar. Viðbrögð ríkisstjórnarinnar hafa engin verið. Það eina sem virðist vaka fyrir henni er að tryggja áframhaldandi veru bandarísks herliðs í landinu. Stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar virðast harla ánægðir með þetta og virðast hafa áhuga á því einu að réttum manni verði þakkaður sá "sigur" sem í því fólst að fá Bandaríkjastjórn til að fresta brottflutningi herþotusveitarinnar frá Keflavíkurflugvelli. Átakanlegt hefur verið að fylgjast með blaðskrifum þar sem atriðum af þessu tagi er haldið til haga. Þeir sem ekki eru búnir að henda Mogganum sínum frá 16.ágúst geta flett upp á miðopnu til að fá staðfestingu á þessu. Efst á síðunni trónir Björn Bjarnason, sem byrjar skrif sín þannig: " Einörð andstaða Davíðs Oddsonar forsætisráðherra ...hefur dugað..." Björn tíundar síðan afrekið. "Davíð náði að skapa þráð inn í Hvíta húsið meðal annars með aðstoð Robertsons lávarðar, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins (NATO)."
Fyrir neðan grein Björns Bjarnasonar skrifar aðstoðarmaður utanríkisráðherra, Björn Ingi Hrafnsson, grein þar sem segir í upphafsorðum að "mikilvægur áfangasigur í varnarsamstarfi Íslands og Bandaríkjanna náðist í vikunni er Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna tjáði Halldóri Ásgrímssyni utanríkisráðherra formlega..."Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins vill greinilega að ekkert fari á milli mála í sínum boðskap því hans grein heitir einfaldlega: Sigur forsætisráðherra! Í grein sinni gefur Sigurður Kári okkur síðan þessa fyrissögn aftur og ítrekað en nú með teskeið.: " Niðurstaða málsins er rós í hnappagat Davíðs Oddssonar forsætisráðherra og mikill sigur fyrir hann persónulega...Framganga forsætisráðherra og niðurstaða málsins er gríðarlega ánægjuleg fyrir Íslendinga...Íslendingar mega því vera þakklátir forsætisráðherra..."
Já, Herra minn og lausnari! Það er ekki að undra að mörgum þyki þetta minna á alhörðustu trúarsöfnuði. Þegar ég kom að ágætum manni að lesa þennan vikugamla Mogga leit hann upp og sagði, hér eru engin rök færð fyrir veru hersins frekar en fyrri daginn. Hér er bara trú. Þeir vitna. Þetta er einsog í Krossinum.
Fyrir neðan grein Björns Bjarnasonar skrifar aðstoðarmaður utanríkisráðherra, Björn Ingi Hrafnsson, grein þar sem segir í upphafsorðum að "mikilvægur áfangasigur í varnarsamstarfi Íslands og Bandaríkjanna náðist í vikunni er Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna tjáði Halldóri Ásgrímssyni utanríkisráðherra formlega..."Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins vill greinilega að ekkert fari á milli mála í sínum boðskap því hans grein heitir einfaldlega: Sigur forsætisráðherra! Í grein sinni gefur Sigurður Kári okkur síðan þessa fyrissögn aftur og ítrekað en nú með teskeið.: " Niðurstaða málsins er rós í hnappagat Davíðs Oddssonar forsætisráðherra og mikill sigur fyrir hann persónulega...Framganga forsætisráðherra og niðurstaða málsins er gríðarlega ánægjuleg fyrir Íslendinga...Íslendingar mega því vera þakklátir forsætisráðherra..."
Já, Herra minn og lausnari! Það er ekki að undra að mörgum þyki þetta minna á alhörðustu trúarsöfnuði. Þegar ég kom að ágætum manni að lesa þennan vikugamla Mogga leit hann upp og sagði, hér eru engin rök færð fyrir veru hersins frekar en fyrri daginn. Hér er bara trú. Þeir vitna. Þetta er einsog í Krossinum.