EKKI ÖLL Í SAMFYLKINGUNNI – SEM BETUR FER !
Í hádegisfréttum RÚV í dag var haft eftir mínum ágæta félaga Gylfa Arnbjörnssyni, framkvæmdastjóra ASÍ, að verkalýðshreyfingin muni fylkja sér að baki formanni Samfylkingarinnar hver sem hann verði. Í útvarpsviðtalinu tekur Gylfi mjög eindregna afstöðu með Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur og gegn Össuri Skarphéðinssyni og aftur er svo að skilja að hann tali fyrir hönd hreyfingarinnar. Gylfi Arnbjörnsson má að sjálfsögðu hafa sína persónulegu skoðun á mönnum og málefnum en hann getur ekki leyft sér að tala á flokkspólitískum nótum fyrir hönd allrar verkalýðshreyfingarinnar á Íslandi á þann hátt sem hann gerði. Innan hreyfingarinnar er fólk úr öllum stjórnmálaflokkum með mismundi viðhorf og það ber að virða. Við erum sem betur fer ekki öll í Samfylkingunni.