Fara í efni

ELDUR OG ÍS Í NÝSTÁRLEGU LJÓSI

Eldur og ís Einar Óla
Eldur og ís Einar Óla

Stórgóð ljósmyndasýning Einars Ólasonar ljósmyndara stendur nú yfir í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur og lýkur henni á morgun, sunnudaginn 20. janúar. Enda þótt Einar hafi langa reynslu að baki í ljósmyndun þá er þetta fyrsta einkasýning hans. Yfirskriftin er Eldur - Ís en viðfangsefnið er háhitasvæði Íslands. Sjónarhornin eru fundin af miklu listfengi og unun á að horfa. Hér að ofan má sjá mynd sem tekin er í Bláa lóninu - ekki augljóst við fyrstu sýn! Á þessari skemmtilegu sýningu opnast nýjar víddir. Hvet ég fólk að skoða þessa sýningu áður en hún verður tekin niður!

Sjá og prýðilega frétt Stöðvar 2: http://visir.is/section/MEDIA99&fileid=VTV431E0B55-BD1A-4022-BC85-E7892BB980B1