... EN HANN HELDUR MEÐ ÍSLANDI
19.07.2009
Er ekki undarlegt að ráðherra sem er á móti aðild að Evrópusambandinu komi að aðildarviðræðum við ESB í mikilvægum málaflokkum? Á þessa leið var spurningin sem Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra fékk á sig í hádegsifréttum RÚV í dag. Tilefni fréttarinnar var stórundarlegt viðtal við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, fyrrverandi formann Samfylkingarinnar, í sjónvarpsfréttum þar sem hún sagði að sérstaklega þyrfti að fylgjast með Jóni Bjarnasyni í viðræðum við ESB því hann væri andstæðingur aðildar! Jón Bjarnason sagði réttilega að fráleitt væri að setja eingöngu aðildarsinna að samningaborðinu, vinna ætti faglega að málinu og með hagsmuni þjóðarinnar að leiðarsjósi.
Ég tek heilshugar undir með Jóni Bjarnasyni. Það er ekkert undarlegt að hann skuli hafa með hendi verkstjórn í sínum málaflokki. Þvert á móti þykir mér það góð tilhugsun. Jón Bjarnason kann að hafa efasemdir um ESB en hitt veit ég að hann heldur með málstað Íslands og nálgast viðfangsefni sín á gagnrýnin en jafnframt málefnalegan hátt.
Hér eru tengingar á fréttir sem hér er vitnað til:
http://dagskra.ruv.is/sjonvarpid/4467299/2009/07/18/3/
http://dagskra.ruv.is/ras2/4423438/2009/07/19/
Ég tek heilshugar undir með Jóni Bjarnasyni. Það er ekkert undarlegt að hann skuli hafa með hendi verkstjórn í sínum málaflokki. Þvert á móti þykir mér það góð tilhugsun. Jón Bjarnason kann að hafa efasemdir um ESB en hitt veit ég að hann heldur með málstað Íslands og nálgast viðfangsefni sín á gagnrýnin en jafnframt málefnalegan hátt.
Hér eru tengingar á fréttir sem hér er vitnað til:
http://dagskra.ruv.is/sjonvarpid/4467299/2009/07/18/3/
http://dagskra.ruv.is/ras2/4423438/2009/07/19/