Engin hætta steðjar að eignaréttinum
13.11.2003
Breska sjónvarpið, BBC, sagði í fréttaskýringu í vikunni að "engin hætta steðjaði að eignaréttinum" í Rússlandi. Umfjöllunarefni fréttaskýringarinnar var fangelsun auðjöfursins Mikhail Khodorkovsky. Hann er einn ríkasti maður Rússslands og einn stórtækasti þjófurinn í hópi þeirra sem sem nýttu sér pólitíska aðstöðu sína til að stela samfélagseignum eftir fall kommúnismans í Sovétríkjunum. Fréttaskýrandi BBC sagði að talið væri að fangelsun Khordorkovsky væri hugsuð öðrum til viðvörunar. En sem áður segir þá væri ekki talið að menn myndu ógna eignaréttinum. Það hlýtur að vera öllum mönnum mikill léttir að "réttur" Khordorkovskys til "eigna sinna" verði virtur.