Er eitt að haganst annað að eignast?
Þjóðin er að verða hálf dofin yfir stöðugum fréttum af milljarðagróða nokkurra einstaklinga og hópa og væri ráð að öflugir fjölmiðlamenn kortelgðu alla alla þessa fjármuni og skýrðu það út hver sé að hagnast og hver sé að tapa. Á þessum málum eru að sjálfsögðu margar hliðar og í lesendadálkinum á síðunni í dag veltir Þrándur fyrir sér ýmsum athyglisverðum þáttum, m.a. muninum á því hvernig "skatturinn" fer með launamanninn annars vegar og stóreignamanninn hins vegar. Í pistlinum segir m.a.: "Þrándur hefur áður gert mismuninn á því að hagnast og eignast að umtasefni. Við nánari athugun virðist gæta lítilsháttar misræmis á þessu sviði sem kemur fram í þessu: Ef harðduglegur launamaður vinnur sér inn nokkrar aukamilljónir og kaupir fyrir það eign, til dæmis íbúð í viðbót við þá sem hann á fyrir, eru tekjurnar sem notaðar eru til að auka eignirnar skattlagðar um tæp 40%. Ef hann segði skattinum að hann hefði haft 3 milljónir í tekjur en hefði aukið eignir sínar um aðrar þrjár myndi skatturinn strax spyrja: Hvar fékkstu þessar þrjár? Þá duga engin undanbrögð og launamaðurinn neyðist til að játa að hann hafi unnið fyrir þeim og borgar skatt í samræmi við það."
Sjá nánar: https://www.ogmundur.is/is/greinar/snidugt-hja-islendingum