Fara í efni

ER RÍKISSTJÓRNIN ORÐIN GALIN?

Ríkisstjórn SDG ga ga
Ríkisstjórn SDG ga ga

Björn Zoega sagði af sér sem forstjóri Landspítalans í dag. Ráðherra segir að nýr forstjóri verði ráðinn á þriðjudag.  (Ekki virðist eiga að auglýsa stöðuna.)

Björn Zoega segir Landspítalann kominn fram á hengiflugið, fram á bjargbrúnina. Hann ætli ekki með hann fram af.

Björn Zoega segir í Í viðtölum við fjölmiðla að niðurskurðurinn á spítalanum hafi verið of mikill og enn eigi að bæta í. Ég hef áður margoft sagt að of langt hafi verið gengið í niðurskurði í heilbrigðisþjónustunni á liðnum árum. Við erum búin að fá það staðfest í einu eða öðru formi nær látlaust undangengin misseri og þá einnig að ástandið fari versnandi. Ef enn á að skera eru menn ekki með fullum mjalla! Og ég meina það í fúlustu alvöru.
 Í sumar sagði Kristján Júlíusson, heilbrigðisráðherra að nú yrði að verja heilbrigðiskerfið með auknum fjárframlögum. Það var rétt og er rétt og væri í hæsta máta óábyrgt ef ríkisstjórnin styður ekki heilbrigðisráðherrann í þessu efni.

Ríkisstjórnin aflétti milljörðum af kvótahöfum. Nú greiða þeir sjálfum sér milljarða í arð. Samherji hefur aldrei grætt eins og nú. Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum borgaði eigendunum nýlega eitt þúsund og eitt hundrað milljónir. Ríkisstjórnin ákvað að framlengja ekki auðlegðarskatt. Það eru álögur á þá sem best eru stæðir. Auðlegðarskattur skilaði ríkissóði sex þúsund milljónum á árinu 2012.

Það er ekki að undra að staðan sé þröng hjá ríkissjóði. Ríkisstjórnin hefur forgangsraðað. Hún hlífir hinum ríku og lætur spítalana fara í þrot.

Ætlum við að láta þetta viðgangast? Hvar er verkalýðshreyfingin, almannasamtök, við öll?