ER SAMA HVERNIG HÁSKÓLA ÍSLANDS ER KOMIÐ Í FREMSTU RÖÐ?
Mikið er um það rætt að koma Háskóla Íslands í fremstu röð, helst að hann verði á meðal 100 bestu rannsóknarstofnana heimsins. Þetta er ágætt markmið. Að vísu skal viðurkennt að ekki er ég sáttur að fullu við þær raddir sem stundum heyrast í þessari umræðu að skólinn eigi jafnframt að vera sniðinn að þörfum "afburðanemenda", þeir skuli öðrum fremur laðaðir að skólanum, í stað þess að veita okkur öllum staðgóða háskólamenntun. Ekki er ég viss um að ég skrifi uppá að "afburðafólkið", sem svo er nefnt, fái sér
Háskóli sem fjármagnaður er af almenningi á að vera fyrir okkur öll. Hugmyndin um að gera vel fyrir afburðanámsmanninn má ekki verða á kostnað annarra. Þetta breytir því ekki að Háskóli Íslands á að stefna að því að vera í fremstu röð rannsóknarstofnana heimsins. Ég er reyndar á þeirri skoðun að einmitt þetta hafi tekist á ýmsum sviðum. Við höfum þá jafnframt notið góðs af því að að okkar fólk hefur haldið inn í allar helstu rannsóknarstofnanir heimsins og sótt þaðan fróðleik. Hvers vegna? Jú, vegna þess að við höfum ekki boðið upp á slíkar rannsóknir hér heima fyrir. Þetta fyrirkomulag hefur að sumu leyti verið okkur mjög til hagsbóta. Kokteill góðra rannsókna hér heima fyrir og sóknar í þekkingarleit á önnur mið er því þegar upp er staðið ágætur þótt hann sé, eins og kokteilar annarrar náttúru, vandmeðfarinn.
Veikleikarnir heima fyrir hafa því orðið okkur til styrktar. Stundum er vandlifað. Það á vissulega einnig við um fjármögnun þessarar ágætu stofnunar, Háskóla Íslands. Að hluta til er uppbyggingarstarf skólans fjármagnað með peningum sem sóttir eru úr vösum fólks sem háð er spilakössum. Slíka kassa rekur Háskóli Íslands í fjáröflunarskyni, sem kunnugt er.
Á þetta vorum við minnt í bréfi frá Ágústi til heimasíðunnar fyrri fáeinum döguum. Hann er spilafíkill og sem slíkur einn af þeim mönnum sem Háskóli Íslands, Rauði krossinn og Landsbjörg, sem einnig reka spilakassa, byggja starsemi sína á. Ágúst segir: "Sem ein
Þetta held ég að séu orð að sönnu. Og nú spyr ég: ætlar Háskóli Íslands sér að halda inn í framtíðina, þar sem hann vill skipa sér í fremstu röð, á kostnað þessa fólks? Ætlar hann áfram að nýta sér neyð spilafíkla sjálfum sér til fjárhagslegs ábata? Og hvað um Rauða kross Íslands eða Landsbjörg? Stendur þessum aðilum á sama hvaðan þeir draga sér fé í bú? Ég segi fyrir mitt leyti að fremur vil ég að Háskóli Íslands hafni í 101., jafnvel 500. sæti á meðal rannsóknarstofnana heimsins en sem "háskóli í fremstu röð", rekinn á kostnað spilafíkla. Ég vil leyfa mér að frábiðja ræðuhöld um ágæti Rauða krossinns, Landsbjargar eða Háskóla Íslands á meðan þessir aðilar leyfa sér að hafa fé af veiku fólki. Það er nefnilega rétt sem Ágúst segir: "Sem virkum spilafíkli fer það mest í taugarnar á mér þegar forsvarsmenn halda þeim þvættingi fram að stærstur hluti teknanna komi frá fólki sem setji 500-þúsundkall í kassana og láti það got heita." Sem áður segir telur Ágúst að 90% tekna spilakssaeigenda í þessum kössum komi frá sjúku fólki "sem lagt hefur fjárhag, og það sem verra er, geðheilsu sína og sinna nánustu í rúst."