ERU ALLIR SJÁLFSTÆÐISMENN Á MÓTI RÍKISREKSTRI?
Fyrir nokkrum dögum velti ég vöngum yfir því hér á síðunni hvers vegna Sjálfstæðisflokkurinn skipaði iðulega menn til forráða í ríkisstofnunun sem sjálfir væru á móti ríkisrekstri. Stundum væri engu líkara en þeir væru settir til höfuðs þessum stofnunum og gerðu sitt til að grafa undan þeim. Lítið þótti mér leggjast fyrir þessa ein
Í greininni á deiglunni.com sem ber yfirskriftina Ríkisútvarp er tímaskekkja og er á ábyrgð útvarpsráðsmannsins Andra Óttarssonar segir m.a.: “En þar sem ríkisútvarpið er í eigu ríkisins og fjármagnað af nauðungargjöldum gilda önnur lögmál en í einkafyrirtækjum og því býður það heim þeirri hættu að ákvörðunarvaldið sé notað í þágu einhvers annars en stofnunarinnar, áhorfenda eða markaðarins. Framhjá þessu er ekki hægt að líta og því er hin eðlilegasta ályktun sem draga má í kjölfarið á látunum í kringum ráðningu nýs fréttastjóra sú að endurskoða eigi hvort ríkisvaldið eigi yfir höfuð að standa í rekstri fjölmiðla. Það er löngu orðið tímabært að ríkisvaldið dragi sig út af þeim samkeppnismarkaði eins og gert hefur verið víðar í atvinnulífinu með góðum árangri.”