ETIRSJÁ AÐ LILJU MÓSESDÓTTUR
23.12.2012
Lilja Mósesdóttir, alþingismaður, hefur lýst því yfir að hún hyggist ekki gefa kost á sér í næstu alþingiskosningum. Þetta þykja mér ekki góð tíðindi og finnst mér eftirsjá að Lilju Mósesdóttur af vettvangi stjórnmálanna þótt fyrirsjáanlegt væri að við yrðum ekki samherjar í komandi kosningum.
Lilja lagði upp í för með Vinstrihreyfingunni grænu framboði en sagði sig úr flokknum vegna óánægju með stefnu og framkvæmd. Hún byggði afstöðu sína á málefnalegum forsendum og þótt leiðir skildu með okkur flokkslega vorum við oftar en ekki sammála hvað málefnin varðar.
Hún er vönduð í vinnubrögðum, hafði góðan skilning og yfirsýn, og skortir hvorki þrek né þor að takst á við erfið verkefni einsog stöku maður leyfir sér að halda fram henni til hnjóðs.
Ég óska Lilju Mósesdóttur alls góðs.
Lilja lagði upp í för með Vinstrihreyfingunni grænu framboði en sagði sig úr flokknum vegna óánægju með stefnu og framkvæmd. Hún byggði afstöðu sína á málefnalegum forsendum og þótt leiðir skildu með okkur flokkslega vorum við oftar en ekki sammála hvað málefnin varðar.
Hún er vönduð í vinnubrögðum, hafði góðan skilning og yfirsýn, og skortir hvorki þrek né þor að takst á við erfið verkefni einsog stöku maður leyfir sér að halda fram henni til hnjóðs.
Ég óska Lilju Mósesdóttur alls góðs.