EVA BARTLETT OG FLEIRI Á LAUGARDAG
Ég hvet allt áhugafólk um gagnrýna fréttamennsku að sækja fund með kanadísku fréttakonunni Evu Bartlett í Safnahúsinu í Reykjavík næstkomandi laugardag. Hún þekkir vel til í Mið-Austurlöndum, hefur dvalið langdvölum í Sýrlandi og í Palestínu og fært fréttir þaðan.
Að mínu mati er hún færari en flestir að greina fréttaflutning frá átakasvæðum, hvort hernaðar- og valdahagsmunir búi þar að baki eða sannleiksleit. Eva Bartlett er hins vegar ekki óumdeild. Til eru þeir sem eru á öndverðum meiði við mig í mínu mati. Þau sem koma í Safnahúsið á hádegisfundinn á laugardag geta dæmt fyrir sig.
Þarna verða líka með innlegg Jón Karl Stefánsson, sem gert hefur úttekt á fréttaflutningi af áras NATÓ á Líbíu fyrir nokkrum árum og Berta Finnbogadóttir sem hefur fylgst náið með gangi mála og þá ekki síst misbeitingu fjölmiðla.
https://www.facebook.com/tilrottaekrarskodunar/photos/gm.293682911540479/1065400773650903/?type=3&theater