Fara í efni

EVRÓPURÁÐIÐ OG FJÁRLÖG Í BÍTINU

Bylgjan í bítið 2 rétt
Bylgjan í bítið 2 rétt

Við Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins mættum í morgunþátt Bylgjunnar, Í Bítið, að ræða málefni líðandi stundar, að þessu sinni nýafstaðið þing Evrópuráðsins þar sem ég var einn af þremur fulltrúum Íslands og síðan nýframkomin fjárlög. Staðnæmdumst við einkum við áform ríkisstjórnarinnar að einkavæða samgöngukerfið með tilheyrandi álögum á landsmenn og kerfisbreytingum sem myndu, ef af þessum áformum verður, færa verktökum aukin völd.
Þá var vikið að sjúklingaskattheimtunni sem gert er ráð fyrir í fjárlögum og er að mínum dómi fullkomlega ósiðleg. Margt annað bara á góma.
Við byrjuðum á því að ræða Evrópuráðið en ég tel að þar sé unnið starf sem Íslendingar eigi að leggja mikla áherslu á að sinna vel.
Sjá: http://vefutvarp.visir.is/upptokur?itemid=21442