FACEBOOK RITSKOÐAR
Ég er ekki frá því að heldur færist það í vöxt að Facebook ritskoði efni sem birtist frá okkur "feisbókarvinum" á miðlinum. Ákall Kristínar Sólveigar Bjarnadóttur um stuðning við stríðshrjáð börn á Gaza og gagnrýni hennar á morðæðið þar þykir ekki samrýmast "community standards" Facebook.(https://www.ogmundur.is/is/greinar/akall-kristinar-solveigar )
Svo var þarna líka ljóð Kristjáns frá Djúpalæk, Slysaskot í Palestínu. Ég hvet fólk til þess að lesa pistil Kristínar Sólveigar sem enn hangir inni á hennar síðu þegar þetta er skrifað.
Ekki veit ég hve lengi ég held tryggð við Facebook við þessar aðstæður en miðillinn hefur dugað mér vel við að auglýsa viðburði sem ég hef staðið fyrir. Þó hefur það gerst í seinni tíð að slíkar auglýsingar af minni hálfu hafa verið þurrkaðar út.
Þá er ekki annað eftir en eigin heimasíða en fréttabréf með efni hennar sendi ég út annað veifið sbr. eftirfarandi:
Athygli er vakin á því að hægt er að gerast áskrifandi að fréttabréfi þessarar heimasíðu á slóð sem hér er að finna: https://www.ogmundur.is/
Fréttabréfið er sent aðeins endrum og eins til áskrifenda þeim að kostnaðarlausu að sjálfsögðu.