FESTUM KAUP Á GRÍMSSTÖÐUM Á FJÖLLUM
30.05.2016
Í nýafstaðinni Eldhúsdagsumræðu á Alþingi sagði ég brýnt að fá meiri vinstri pólitík í ísalenska stjórnmálaumræðu. Mér virtist hins vegar margir vilja hana feiga og helst alla pólitík; að stjórnmálin ættu einvörðungu að snúast um „faglegar lausnir".
Ef svo væri þá hefðum við að mínu mati ekki lengur erindi í þingsal. Við mættum ekki gleyma því að þingið yrði að endurspegla þá hagsmunabaráttu sem á sér stað í þjóðfélaginu og í heiminum öllum. Rakti ég nokkur dæmi máli mínu til stuðnings.
Undir lok ræðu minnar minnti ég á áskorun frá fjölda Íslendinga um að ríkið ætti að eignast Grímsstaði á Fjöllum. Við þessari áskorun ætti Alþingi að verða og tryggja auk þess eignarhald þjóðarinnar á Jökulsárlóni.
Ræða mín er hér: http://www.althingi.is/altext/upptokur/raeda/?raeda=rad20160530T204243