FINNST YKKUR ÞETTA Í LAGI?
Í frétt á vísir.is í dag segir : "Landeigendur í Reykjahlíð ætla að innheimta gjald af ferðamönnum sem skoða náttúruperlurnar Dettifoss, Námaskarð og Leirhnjúka í sumar. Um tilraunaverkefni er að ræða, en til stendur að reisa þrjár þjónustumiðstöðvar á landinu. Áformað er að rukka fimm evrur, um 800 krónur, fyrir að skoða hvern af þessum stöðum, en veita afslátt fyrir þá sem ætla að skoða alla þrjá, segir Ólafur H. Jónsson, formaður Landeigendafélags Reykjahlíðar." http://m.visir.is/forsida/Frett?ArticleID=2014702259997
Talar Óalfur H. Jónsson fyrir hönd eigenda Íslands? Ætla stjórnvöld að láta það gerast að þessir aðilar einkavæði náttúrperlur landsins?
Viðbrögð ferðamálaráðherra Ragnheiðar Elínar Árnadóttur eru því miður ekki eindgregin og til varnar almannahagsmunum: "„Kerið byrjaði að rukka fyrir inngöngu á svæðið í fyrra og hefur það í raun gengið ljómandi vel. Það er ákveðið flækjustig varðandi stað eins og Geysi en þar eru deilur um eignarhaldið á landinu. Ríkið á þriðjung af landinu og landeigendur rest. Ríkið hefur dregið lögmætis þess að eigendur þar geti farið fram með gjaldtöku af þessu tagi og það er ekkert einfalt mál.“ http://visir.is/-thad-er-min-von-ad-landeigendur-falli-fra-gjaldtoku-/article/2014140229195
Ég hefði haldið að málið væri mjög einfalt. Gjaldtaka er skýlaust lögbrot og á að taka á því sem slíku.