Fara í efni

FLUGVALLARSTÆÐIÐ FUNDIÐ?

Í fréttum er okkur sagt að Hvassahraun sé enn til skoðunar fyrir nýjan flugvöll. Svo fullyrðir skoðunarnefndin sem hefur verið að rannsaka málið í nokkur ár. Eflaust verður þessu rannsóknarstarfi haldið áfram svo lengi sem nefndin verður á launum við athgunair sínar. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem nefnd situr fast við sinn keip löngu eftir að flestir sjá að hún er á rangri braut. Ég læt vera að nefna slík dæmi og þær afleiðingar sem þráseta launaðra nefnda getur haft í för með sér.

Athyglisverð þykir mér tillaga Kára sem stundum skrifar á þessa heimasíðu.

Hann sendi mér mynd af gosstöðvum á Reykjanesi og spyr hvort þarna sé ekki augljóslega flugvöllur framtíðarinnar, lýsing óþörf, hægt um vik að kynda flugstöðina, flugbrautir með "innbyggðu hitakerfi" og engin ísingarhætta á vetrum.
Þetta hljómar óneitanlega spennandi og ástæða til að spyrja hvort þarna gæti verið kominn valkostur við Hvassahraun.

Hvernig væri að setja á laggirnar Geldingadalsnefnd og Meradalsnefnd?
Er þetta grin?
Varla meira grín en áralöng skoðun á Hvassahrauni.