Frábær Jón Karl Stefánsson
03.04.2003
Í Morgunblaðinu 31. mars sl. birtist stutt grein eftir Jón Karl Stefánsson um stríðið gegn Írak og þó einkum afleiðingar viðskiptabannsins, sem hvílt hefur á Írökum í rúman áratug með hörmulegum afleiðingum. En þótt þessi grein Jóns Karls sé stutt er hún mjög hnitmiðuð og kemur að kjarna máls. Hann rekur afleiðingar viðskiptabannsins, vitnar í fulltrúa Sameinuðu þjóðanna og vísar í athyglisverðar vefslóðir. Grein Jóns Karls birtist hér á vefsíðunni, þó ívið ítarlegri en í Morgunnblaðinu, í dálkinum Frjálsir pennar og megum við vænta þess að heyra meira frá honum, annað hvort á þeim vettvangi eða jafnvel um fjölmiðlagagnrýni – hver veit? Ég hvet alla til að lesa grein Jóns Karls.