Fara í efni

FRANCESCA ALBANESE Í ÓSANNGJÖRNU EN UPPLÝSANDI VIÐTALI

Fyrir fáeinum dögum sagði ég frá stórmerkilegri ráðstefnu sem ég sótti í Osló um stríð og frið og þá sérstaklega í Palestínu. https://www.ogmundur.is/is/greinar/gegn-stridi-med-althjodalogum

Á ráðstefnunni var einn ræðumanna Fransesca Albanes talsmaður Sameinuðu þjóðanna um málefni Palestínu. Hún er frábærlega málefnaleg og öflug og fyrir bragðið er á hana harkalega ráðist af hálfu Ísraels og Zíonista.

Í Oslóarferð Fransescu Albanese tók norska ríkissjónvarpið viðtal við hana á vægast sagt árásargjörnum nótum. Hún hefur staðið í brúnni á erfiðustu mannréttindavakt sem hægt er að hugsa sér, en er skyndilega mætt til að réttlæta að hún akuli voga sér að gagnrýna þjóðarmorð!

En viðtalið er upplýsandi. Þar skýrir Francesca Albanese meðal annars hvað felst í hugtakinu þjóðarmorð. Mér þótti viðtalið sem fram fór á ensku upplýsandi. Þess vegna er ég hér með slóð á það: https://tv.nrk.no/serie/yama-utfordrer/sesong/2025/episode/NNFA54000224

--------------------

Athygli er vakin á því að hægt er að gerast áskrifandi að fréttabréfi þessarar heimasíðu á slóð sem hér er að finna: https://www.ogmundur.is/
Fréttabréfið er sent aðeins endrum og eins til áskrifenda þeim að kostnaðarlausu að sjálfsögðu.
Here you can subscribe to a newsletter from this homepage, free of charge: https://www.ogmundur.is/