Fara í efni

FRED MAGDOFF Í MÁLI OG MYND


Til umhugsunar er sú ábending Freds Magdoffs á opnum fundi í Þjóðmenningar-/Safnahúsinu í Reykjavík á laugardag að kerfi sem hugsar fyrst um gróða og síðan (ef þá nokkuð) um notagildi - þar sem fjárfesting í einkavæddu heilbrigðiskerfi er metin með tilliti til þess hverju hún skilar í vasa fjárfesta, ekki í heilsu sjúklinga, svo dæmi sé tekið – slíkt kerfi sé ófært um að ráða við umhverfisvandann. Einfaldlega vegna þess að það viðfangsefni er neðar á forgangslistanum en að skila fjárfestum arði. Hvati til útþenslu – að skila meiri vexti/gróða á morgun en í dag – er innbyggt í kapítalismann.

Nú þurfi, sagði Fred Magdoff, að hugsa upp á nýtt. Virkja þurfi gömul gildi um samvinnu að ógleymdri skynseminni.

Hér er Magdoff í máli og mynd:
https://youtu.be/N5j9xIggXIE

 Magdoff i þjóðm.png