FRELSI FYRIR ÖCALAN, FRELSI FYRIR ALLA PÓLITISKA FANGA!
Í tilefni af 71 árs afmæli Abdullah Öcalans í dag, hinn fjórða apríl, sameinast hundruð þúsunda, ef ekki milljónir manna, í kröfu um að hann verði látinn laus úr fangelsi svo hann geti að nýju leitt samninga um frið í Tyrklandi og Sýrlandi. Sjá hér: http://freeocalan.org/news/english/2020-call-for-celebrative-discussions-and-social-media-activites
Abdullah Öcalan er án efa í hópi merkilegustu hugmyndasmiða okkar samtíma. Hann er óskoraður talsmaður Kúrda sem byggja suð-austur Tyrkland og norðanvert Sýrland. Hann hefur nú setið samfellt Í 21 ár í einangrunarfangelsi á eynni Imrali í Marmarahafinu, skammt undan Istanbúl.
Reyndar eru þeir margir sem telja að hugmyndir hans um lýðræði geti orðið eins konar módel fyrir friðsamlega sambúð stríðandi afla í Mið-Austurlöndum og víðar um heiminn. Ég er í hópi þeirra sem telja svo vera.
Krafan sem við setjum fram í dag snýr að fleirum en Öcalan einum. Við viljum beina kröfu okkar til allra ríkisstjórna sem eru sekar um að fangelsa fólk vegna skoðana sinna, að láta alla pólitíska fanga lausa!
Í upphafi árs tók ég þátt í svokallaðri Imrali sendinefnd í þriðja skipti á undanförnum árum. Í kjölfar allra heimsókna hef ég beint þeirri ósk til íslenskra stjórnvalda að krefjast lausnar fyrir Öcalan og pólitíska fanga í Tyrklandi. Viðbrögð hafa engin verið svo sýnileg séu.
En dropinn holar steininn.
Vonandi.
Hér er skýrsla síðustu sendinefndarinnar og slóð á blaðagrein sem ég skrifaði að henni lokinni. Hér á heimasíðunni má einnig finna talsvert efni úr þessari för og einnig fyrri ferðum.
PDF: http://data.freeocalan.org/materials/english/forms/EN-2020-International-Peace-Delegation-to-Imrali-Report_March-2020.pdf
og http://freeocalan.org/news/english/2020-international-peace-delegation-to-imrali-report
Hér er fyrrenfnd blaðagrein mín að lokinni síðustu Imralisendiförinni; https://www.ogmundur.is/is/greinar/island-thrysti-a-tyrkland
Og hér eru nokkrir tenglar frá þeirri för og að henni lokinni:
https://www.ogmundur.is/is/greinar/island-thrysti-a-tyrkland
https://www.ogmundur.is/is/greinar/ahrifarikur-fundur-i-istanbul
https://www.ogmundur.is/is/greinar/a-frettamannafundi-i-istanbul-eftir-fund-med-logmonnum-ocalans
https://www.ogmundur.is/is/greinar/hrant-dink
https://www.ogmundur.is/is/greinar/farid-fra-syrlandi-lykillinn-er-i-imrali
https://www.ogmundur.is/is/greinar/til-fundar-med-kurdum-i-tyrkandi
https://www.ogmundur.is/is/greinar/dagur-tvo-a-kurdafundi-i-brussel
https://www.ogmundur.is/is/greinar/malefni-kurda-til-umraedu-i-brussel