FRÉTT SEM EKKI MÁ GLEYMAST
Hér á lesendasíðunni var vakin athygli á þeirri nýskipan hjá dönsku ríkisstjórninni að birta öll tengsl sem ráðherrarnir hafa við fyrirtæki og fjármálastofnanir. Þessar upplýsingar má einfaldlega nálgast á heimasíðu danska forsætisráðuneytisins. Ég hef sent fyrirspurn til forsætisráðherra Íslands sem væntanlega verður svarað í næsta fyrirspurnartíma á Alþingi um hvort íslenska ríkisstjórnin muni fara að dæmi Dana. Fróðlegt verður að heyra svar Halldórs Ásgrímssonar. Á Íslandi gætu þessi hagsmunatengsl skipt miklu máli í ljósi þess hve iðin íslenska ríkisstjórnin er að selja verðmætar þjóðareignir í hendur fyrirtækjum og einstaklingum. Í því spili hefur margur maðurinn gert það gott.
Fréttablaðið gerði þessu máli skil í leiðara. Að öðru leyti hef ég ekki séð önnur skrif um þetta en hjá Stefáni hér á síðunni. Þar er að finna slóðina á heimasíðu danska forsætisráðuneytisins. Sjá hér.