Fara í efni

FRIÐFLYTJANDI HEIMSÆKIR ÍSLAND

Það var ánægjulegt að hitta Dalai Lama, friðarverðlaunahafa Nóbels og trúarleiðtoga Tíbeta að máli í heimsókn hans til Íslands.
Í seinni tíð hefur athygli mín oft beinst að Tíbet. Það átti ekki síst við á síðasta ári þegar Ólympíuleikarnir voru haldnir í Kína. Þá gerðist tvennt í senn: Andófsöfl í Tíbet reyndu að vekja athygli á hlutskipti Tíbeta innan Kínverska Alþýðulýðveldisins og Kínaher reyndi af sama tilefni að bæla allt andóf niður.
Hér á landi var efnt til mótmæla við kínverska sendiráðið í Reykjavík nokkra laugardaga í röð og hinn 24. ágúst var stofnað til sérstakrar menningar- og baráttuhátíðar í Salnum í Kópavogi af hálfu Vina Tíbets. Ég tók þátt í hvoru tveggja, mótmælunum við kínverska sendiráðið og fundinum í Salnum en þar flutti ég jafnframt ræðu. Á þetta minnti ég þegar ég var spurður á mbl.is hvers vegna mér hefði verið boðið að hitta Dalai Lama að máli en nokkrar vangaveltur höfðu verið, einkum á netmiðlum, um fund minn með honum. Sjá m.a.:
http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/06/02/radherrar_og_dalai_lama/
http://eyjan.is/blog/2009/06/01/ogmundur-bjargar-andliti-rikisstjornarinnar-aetlar-ad-funda-med-dalai-lama-a-morgun/
Þess má geta að Björgvin G. Sigurðssyni var einnig boðið að hitta Dalai Lama enda flutti hann ávarp á umræddum fundi í fyrra, þá viðskiptaráðherra Íslands. Eðlilegt hefði verið að Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, núverandi þingflokksformaður VG, væri í hópnum því hún hafði verið fundarstjóri þessa sama fundar. Prímusmótorinn þá sem nú var Birgitta Jónsdóttir, nýbakaður þingflokksformaður Borgarahreyfingarinnar. Á fundinum með Dalai Lama í gær var auk okkar Birgittu og Björgvins, Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra.

Þess má geta að Dalai Lama tjáði okkur að hann væri staddur hér á landi fyrst og fremst sem trúarleiðtogi og friðarsinni. Þetta var og boðskaður hans í troðfullri Laugardagshöllinni í gær.
Hér eru slóðir af fundinum í Salnum, m.a. ræða mín:
https://www.ogmundur.is/is/greinar/a-thaki-heimsins
https://www.ogmundur.is/is/greinar/thagad-um-tibet
https://www.ogmundur.is/is/greinar/i-kvold-er-thad-salurinn-i-kopavogi
https://www.ogmundur.is/is/greinar/kveikt-a-kerti-fyrir-tibet
https://www.ogmundur.is/is/greinar/motmaelum-mannrettindabrotum-i-tibet
https://www.ogmundur.is/is/greinar/truir-ekki-frettaflutningi-fra-tibet
https://www.ogmundur.is/is/greinar/fylgjumst-med-tibet
https://www.ogmundur.is/is/greinar/birgitta-jonsdottir-skrifar-hver-a-tibet
https://www.ogmundur.is/is/greinar/mannrettindabrotum-i-kina-motmaelt
https://www.ogmundur.is/is/greinar/thad-er-fornarlambinu-ad-kenna