Frjálshyggjan: kenning og framkvæmd
Þorsteinn Siglaugsson skrifar mér athyglisvert bréf, sem birtist hér á lesendasíðunni í dag. Það er ekki að ástæðulausu að ég hef áður vísað til þess að Þorsteinn Siglaugsson, sé á meðal hinna “rökvísustu forsvarsmanna frjálshyggjunnar og Sjálfstæðisflokksins”. Í bréfi sínu er Þorsteinn að bregðast við blaðagrein, sem ég skrifaði í Morgunblaðið fyrir skömmu og er einnig að finna hér á síðunni. (Verslunarráðið brillerar aftur – og aftur).
Ég hvet menn til þess að lesa greiningu Þorsteins sem um margt er mjög athyglisverð og get ég verið honum samála um margt. Grunntónninn í mínum staðhæfingum er sá, að þær umfangsmiklu kerfisbreytingar sem nú eiga sér stað í þjóðfélaginu eru framkvæmdar undir þeirri allsherjaryfirskrift, að á markaði sé öllum verkefnum betur borgið en í samfélagslegum reksri. Svo mikil er trúin á þessa kenningu að menn hirða hvorki um reynslu af framkvæmdinni né að greina kenningar sínar niður í kjölinn og máta þær síðan við veruleikann svo ganga megi úr skugga um hvar þær eigi við og hvar ekki.