Fróðleikur um sögu kostnaðarvitundar
Í mjög athyglisverði grein hér á síðunni eftir Þorleif Óskarsson er fjallað um áróður Verslunarráðs Íslands fyrir kostnaðarvitund í heilbrigðiskerfinu. Greinin ber heitið, Hann komst aldrei til kostnaðarvitundar. Þar segir m.a. “ Orðið kostnaðarvitund er ekki gamalt í íslenskunni og líklega ekki nema rétt liðlega tvítugt. Þetta orð er ágætt til síns brúks og tiltölulega gegnsætt, rétt eins og eldri orð með vitundar-endingunni. Má þar m.a. nefna orðin meðvitund, undirmeðvitund, siðferðisvitund, þjóðernisvitund og stéttarvitund. Lengi fram eftir síðustu öld var mikið lagt upp úr stéttarvitund og þjóðernisvitund en í dag er kostnaðarvitundin mál málanna og segir þróunin sína sögu um þá hugmyndastrauma sem leika um heimsbyggðina á hverjum tíma.” Ég hvet menn eindregið til að lesa grein Þorleifs Óskarssonar: https://www.ogmundur.is/is/greinar/thorleifur-oskarsson-skrifar-hann-komst-aldrei-til-kostnadarvitundar