Fara í efni

FUNDAÐ UM ÞÖGLA GLÆPI Í ROJAVA

Rojava er í norðaustanverðu Sýrlandi þar sem Kúrdar hafa komið upp þróaðri lýðræðislegri stjórnskipan í sjálftekinni sjálfstjórn.

Kúrdarnir hafa sætt ofsóknum úr tveimur áttum á síðustu árum. Annars vegar frá Tyrklandi og hins vegar frá harðlínu íslamistum indir merkjum ISIS og AL-Nusra. Síðan er það Frjálsi sýrlenski herinn (Free Syrian Army) sem varð Sýrlenski þjóðarherinn (Syrian National Army). Honum hefur verið stýrt frá Tyrklandi hin síðustu ár til að berjast við stjórnarher Assads en þó ekki síður Kúrda.

Mannréttindabrot þessara aðila voru til rækilegrar umfjöllunar í Permanent People´s Tribunal í febrúar síðastliðnum og fjallaði ég um þau réttarhöld hér á síðunni https://www.ogmundur.is/is/greinar/permanent-peoplestribunal-rojava-vs-turkey

Í dag var niðurstaða dómstólsins birt með afdráttarlausri niðurstöðu um mannréttindabrot og stríðsglæpi í Rojava.
Í samantekinni niðurstöðu sinni (sjá hér að neðan á ensku) beinir dómstóllinn orðum að tyrkneskum og sýrlenskum stjórnvöldum, Sameinuðu þjóðunum, Evrópuráðinu og aðildaríkum Evrópuráðsins og heimsbyggðinni allri. Okkar allra er ábyrgðin.

Ekki svo að skilja að öll séum við ábyrg fyrir glæpunum. Það er þegar við þegjum um þá sem við verðum samsek.

Dómararnir minntu á það í upphafsorðum sínum að þessi dómstóll starfaði til höfuðs „glæp þagnarinnar“ í anda franska heimspekingsins Jean Paul Sartre (sem ásamt breska heimspekingnum Bertrand Russell og fleirum) stofnuðu til dómstólsins á öldinni sem leið.

Saksóknurunum, lögmönnunum Jan Fermon og Ceren Uysal mæltist vel. „Við getum ekki framfylgt þessum dómi. Við höfum ekki lögregluvald. Þetta er dómstóll almannavaldsins. Barátta almennings getur ein fylgt dómum okkar eftir með umræðu, með skrifum með fundum, hvar sem því verði komið við.“

Ég tók þau á orðinu og sæmmæltumst við um að þau kæmu til Íslands og fræddu okkur um niðurstöður sínar eftir að hafa rannsakað mannréttindabrot í Rojava. Það er ekki alveg komið að þessu en áhugasömum um málefnið er óhætt að setja í dagbókina sína 23. júní. Það er mánudagur en flestir fundir sem ég hef skipulagt í fundaröðinni Til róttækrar skoðunar hafa verið á laugardögum. Einhverjar undantekningar hafa þó verið á þeirri reglu. Þetta er slík undantekning. m

Final Verdict of the 54th Session of the Permanent Peoples’ Tribunal Rojava vs. Turkey

On March 26th, the final verdict of the Permanent Peoples’ Tribunal (PPT) 54th session on Rojava vs. Turkey was presented at a special event in the European Parliament. This landmark judgement arrives at a pivotal moment for peace and political resolution regarding the Kurdish question in Northeastern Syria and Turkey.

Based on the evidence presented, recommendation were put forward for the Government of Turkey, Government of Syria, United Nations, the European Council, Council of Europe and Member States, and the international community.

The final verdict of the tribunal states:

The purpose of this Tribunal is to counter what Sartre denounced as the ‘crime of silence’, in the face of the atrocities masquerading as anti-terrorist operations which this Session has revealed. As the schoolgirl survivors of the atrocity at Schemoka school declared, ‘No one should turn a blind eye to Erdoğan; no one should be silent against the Turkish State’. The Tribunal is a tribune of visibility and the right to speak; the imperative on those who listen is to act, to take the messages conveyed in our recommendations to those with the power to enact them.

Based on the evidence presented, recommendation were put forward for the Government of Turkey, Government of Syria, United Nations, the European Council, Council of Europe and Member States, and the international community.

Key recommendations for the Government of Turkey included: to end its occupation of Afrin and the financing of the armed groups operating under its control, and ensure their disbandment, cease all attacks against Rojava and respect the territorial integrity of Syria, and allow independent investigations by the UN and human rights organisations into reported international crimes committed against the people of Rojava, and permit access to detention centres and prisons in the occupied regions.

Recommendations to the Government of Syria included: to acknowledge the right to self-determination exercised through the Democratic Autonomous Administration of North and East Syria, and the autonomy of the administration, respect the arrangements for gender equality and for ethnic and religious equality of representation in the administration of the region, and stop Turkish incursions into Syrian territory, and if they continue, make a complaint to the International Court of Justice, seeking interim measures binding Turkey.

Recommendations to the UN focused on specific actions to be taken by the Security Council, The Independent International Commission of Inquiry on the Syrian Arab Republic, UNHCR, and UN Secretary-General.

The recommendations to the the European Council, Council of Europe and Member States focused on the initiation of procedures against Turkey through the Council of Europe’s Commissioner for Human Rights, the Parliamentary Assembly of the Council of Europe, national courts and prosecutors of the European States, while publicly condemning war crimes committee by Turkey against the peoples of Rojava. Finally, to the international community, the verdict stresses the importance of ensuring “the conditions for the development of coordinated efforts for the international recognition of the Autonomous Administration in the context of a necessary peace process for the Kurdish people in the region.”

Nobel Peace Prize laureate Shirin Ebadi stated the follwing in her speech after the final judgement's presentation: “How long is this crime going to continue why is no one putting and end to it? Let’s don’t forget that these crimes are not only committed against Kurds in Rojava (Syria) but in Turkey, Iran and Iraq. I hope the world will not turn a blind eye to the situation of the Kurds, human rights activist and journalist be more active!”

Live Stream and record of the presentation: https://www.youtube.com/live/JtD38sy-e80

Further information can be found at: https://rojavapeoplestribunal.org/

--------------------

Athygli er vakin á því að hægt er að gerast áskrifandi að fréttabréfi þessarar heimasíðu á slóð sem hér er að finna: https://www.ogmundur.is/
Fréttabréfið er sent aðeins endrum og eins til áskrifenda þeim að kostnaðarlausu að sjálfsögðu.
Here you can subscribe to a newsletter from this homepage, free of charge: https://www.ogmundur.is/