FUNDARÖÐ VG: TÖKUMST Á VIÐ EFNAHAGSVANDANN
Ástandið í efnahagsmálum er alvarlegt en ekki óyfirstíganlegt. Það kallar hins vegar á snarræði og öruggar aðgerðir af hálfu ríkisstjórnarinnar - að hún axli ábyrgð á ástandinu eins og það er orðið og beiti þeim tækjum sem hún ræður yfir. Fyrir nokkru var ljóst að stefndi í mikinn vanda sem kæmi fyrst og fremst niður á heimilunum í landinu. Í baráttunni við að verja lífskjör almennings lögðu Vinstri græn fram tillögur á þingi fyrir þremur vikum síðan um víðtækar ráðstafanir í efnahagsmálum. Til að kynna tillögurnar og fá umræður um þær hefur Vinstrihreyfingin grænt framboð útbúið myndskeið sem vakin hefur verið athygli á hér á síðunni og hleypt af stokkunum fundaröð um allt land undir yfirskriftinni Tökum á efnahagsvandanum: Tillögur Vinstri grænna. Fundurinir eru á eftirtöldum stöðum:
-
5. apríl, Hótel KEA á Akureyri klukkan 15, frummælendur eru Svandís Svavarsdóttir og Steingrímur J. Sigfússon
-
6. apríl, Egilsbúð í Neskaupstað klukkan 13, frummælendur eru Ögmundur Jónasson og Þuríður Backman
-
6. apríl, Kaffi Grindavík klukkan 20, frummælendur eru Steingrímur J. Sigfússon og Guðfríður Lilja Grétarsdóttir
-
7. apríl, Halldórskaffi í Vík í Mýrdal klukkan 20, frummælendur eru Guðfríður Lilja Grétarsdóttir og Svandís Svavarsdóttir
-
7. apríl, Kaffihúsið í Skrúðgarðinum á Akranesi klukkan 20, frummælendur eru Katrín Jakobsdóttir og Ögmundur Jónasson
-
8. apríl, Ljósheimum á Sauðárkróki klukkan 20, frummælendur eru Steingrímur J. Sigfússon og Ingibjörg Inga Guðmundsdóttir
-
8. apríl, Jötunheimum í Garðabæ klukkan 20, frummælendur eru Svandís Svavarsdóttir og Kolbrún Halldórsdóttir
-
10. apríl, Vesturgötu 7 í Reykjavík klukkan 20, frummælendur eru Steingrímur J. Sigfússon og Katrín Jakobsdóttir
-
10. apríl, Hótel Ísafirði klukkan 20:30, frummælendur eru Ögmundur Jónasson og Guðfríður Lilja Grétarsdóttir
Sjá nánar: