Fundur áhugamanna gegn spilavítum
Á laugardaginn 8. febrúar, klukkan 15:00 verður haldinn fundur áhugamanna gegn spilavítum að Hafnarstæti 20 3. hæð, gengið inn frá Torginu. Þetta eru húsakynni VG en tekið skal fram að þetta starf er algerlega óhóð flokkapólitík og höfum við reyndar lagt áherslu á að halda þeirri tík utan veggja á þessum fundum okkar. Við erum hins vegar þakklát að fá húsakynni VG til afnota. Hópurinn hefur hist af og til um nokkuð langt skeið og komið ýmsu góðu til leiðar. Að hópnum koma einstaklingar haldnir spilafíkn, aðstandendur, meðferðaraðilar og ýmsir sem einfaldlega eru áhugamenn um málefnið. Fundirnir standa aldrei lengur en eina klukkustund. það hefur enga skuldbindingu í för með sér að sækja þessa fundi og hefur hópurinn verið mjög breytilegur í tímans rás.