Fara í efni

FUNDUR UM KVÓTANN Á LAUGARDAG TIL UMRÆÐU

Fyrirhugaður hádegisfundur á laugardag í Safnahúsinu við Hverfisgötu í Reykjavík hefur vakið áhuga margra og er það vel. Fjöldi gamals baráttufólks (úr mismunandi stjórnmálaflokkum) hefur haft samband og fagnað því að umræða um kvótamálin skuli nú sett á dagskrá að nýju með afgerandi hætti. Mín tilfinning er sé að einmitt það sé að gerast.

Jafnframt þessu eru ræddar lausnir á vanda kvótakerfisins sem flestir eru sammála um að sé fyrir hendi og þurfi að leysa. Þar eru ekki allir á einu máli og ekki verður heldur sagt að samtök fyrirtækja í sjávarútvegi komi yfirleitt auga á meintan vanda. Það er helst að þau viðurkenni að breytingar undangenginna áratuga hafi verið ýmsum “sársaukafullar” en ekki megi gleyma því að verið var að smíða “vitrænt kerfi.” Á móti er þá spurt hvort kerfi geti verið vitrænt sem eykur á misrétti, setur byggðir nánast í auðn; kerfi þar sem þjóðarbúið sjálft í heild sinni in er auk þess hlunnfarið?  

En mál málanna, eins og flestir sjá það, er að binda enda á tilvist kvótkerfisins í núverandi mynd þar sem braskað er með sameiginlega eign þjóðarinnar - á hennar kostnað  

Frummælandi á komandi fundi á laugardag er Gunnar Smári Egilsson og höfum við á undasnförnum dögum komið frá í fjölmiðlum og fjallað um viðfangsefni fundarins og hvatt fólk til að mæta.

Hér eru nokkrar slóðir á viðræðuþætti.

 ÖJ og Gunnar Smári á Útvarpi sögu:

https://www.utvarpsaga.is/sjavarutvegsmal-samherji-kvotaframsal/

ÖJ og Gunnar Smári í Bítinu á Bylgjunni:

https://www.visir.is/k/c6945970-070f-4433-9349-8348675e3b4f-1578386206953

Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri fyrirtækja í svávarútvegi a Bylgjunni:
https://www.visir.is/k/daef3182-f025-4063-9fb5-446a65ab30b8-1578473185967

ÖJ og Gunnar Smári á Harmageddon:
https://www.visir.is/k/e5481f07-71c5-4830-87ec-a88151f96f71-1578399925439

Haramgeddon.png