Fara í efni

FYRST STÖÐUGLEIKINN, SÍÐAN FÁTÆKIR!!! ÉG SEGI NEI !!!!

Nýr félagsmálaráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir, segir að við megum ekki stefna stöðugleikanum í hættu með aðgerðum í þágu fáækra! Þessar áherslur eru óhugnanlegar úr munni ráðherra Samfylkingar í upphafi stjórnarsamstarfs með Sjálfstæðisflokki.
Ég leyfi mér að spyrja um pólitíska forgangsröðun.
Eftir hverju þarf  ríkasta þjóð í heimi að bíða til að útrýma fátækt á Íslandi? Ég var með fulltrúum Samfylkingarinnar á ótal kosningafundum í kosningabaráttunni og hlustaði á öll hin stóru loforð. Margir kusu án efa Samfylkinguna  út á fögur milljarðafyrirheitin. Nú þýðir ekki að ljúga sig til baka þótt flokkurinn, þ.e. Samfylkingin, sé komin í kossabandalag með Íhaldinu!

Undir lokin kemur ÍHALDSYFRILÝSINGIN: http://dagskra.ruv.is/streaming/ras2/?file=4319132/6