GAZA Á KROSSGÖTUM
14.11.2023
Krossgötur eru vefmiðill Málfrelsisfélagsins sem efndi til fundar um hryllinginn á Gaza síðastliðinn sunnudag. Á krossgotur.is segir frá þessum fundi. Ég var þar einn frummælenda ásamt Magneu Marinósdóttur, stjórnsýslufræðingi, Birgi Þórarinssyni, alþingismanni og Diljá Mist Einarsdóttur, formanni utanríkismálanefndar Alþingis. Fundarstjóri var Bogi Ágústsson fréttamaður. Ávarpsorð flutti Þorsteinn Siglaugsson, formaður Málfrelsisfélagsins. Fundinn er að finna á youtube, að vísu með agnarsmárri mynd en hið talaða orð heyrist engu að síður vel.
Hlekkur á fundinn: