GLAÐUR GEIR Í GÓÐUM OG GREIÐVIKNUM FÉLAGSSKAP
03.10.2007
Í "no matter what“ ræðu sinni hjá Sjálfstæðisflokknum (sbr. hér) í síðustu viku sagði
Sönnunarbyrðin hjá þeim sem ræður
Hinn glaði Geir fer ekki í grafgötur um það hvern hann styður og fyrir hönd hverra hann kætist. Hann hugsar um hag allra einkahlutafélaganna sem nú eru reiðubúin undir flugtak. Þau sjá nú fram á að fá góðan bisniss frá ríkisstjórninni. Nú er það svo að einkahlutafélög hafa ekki kosningarétt þótt eigendur þeirra hafi hann og kjósa þeir eflaust margir sama flokk og
Þessir hópar munu að sjálfsögðu gera þá kröfu til Sjálfstæðisflokksins að hann sýni fram á að þær kerfisbreytingar sem hann boðar verði hagstæðari fyrir notendur heilbrigðisþjónustunnar og einnig þá sem greiða fyrir hana, hvort sem það eru skattgreiðendur eða notendur (les: sjúklingar og raforkukaupendur). Sönnunarbyrðin hlýtur að hvíla á þeim sem vilja umturna kerfinu.
Heilbrigðisþjónustunni eða raforkugeiranum á ekki að umbylta fyrr en vitað er hvert stefnt er - hverjar afleiðingarnar verða. Hefur Sjálfstæðisflokkurinn hugsað málið til enda? Eða er hann bara að hugsa um hagsmuni einkahlutafélaganna sem veita á rétt til sjálftöku í vasa greiðenda?
Öll ríkisstjórnin veitir skjól - ekki bara einkavæðingarflokkurinn!
Sjálftakan fer fram - og mun fara fram - í skjóli Sjálfstæðisflokksins og að sjálfsögðu einnig Samfylkingarinnar sem leiddi þann fyrrnefnda flokk til valda. Geir formaður einkavæðingarflokksins segist vera afskaplega glaður og ánægður í stjórnarsamstarfinu við Samfylkinguna. Flokkur hans komist nú upp með hluti sem ekki hefðu gengið í samstarfi við nokkurn annan flokk! Hvað skyldu kjósendur Samfylkingarinnar hugsa? Var það þetta sem þeir ætluðust til með atkvæðum sínum? Að styðja einkavæðingu í heilbrigðisþjónustunni og í orkugeiranum? Gengu þeir að kjörborðinu í vor til þess að gera Sjálfstæðisflokkinn glaðan?