Fara í efni

GLEÐI OG GAMAN HJÁ VG Í KRAGA

Kos -1
Kos -1

Nú yfir helgina opnuðum við hjá Vinstrihreyfingunni grænu framboði kosningamiðstöðvar okkar í Suðvestur kjördæmi, Kraganum sem svo er nefndur. Kraginn tekur til Seltjarnarness, Kópavogs, Garðabæjar, Hafnarfjarðar  og Álftaness.

Kosningamiðstöðvar okkar  eru í Hamraborg í Kópavogi og við Strandgötu í Hafnarfirði. Fjöldi manns þáði kaffi, vöfflur og annað meðlæti í tilefni opnunarinnar. Sumir tóku til máls í hljóðnema, aðrir yfir kaffiborðið og síðan stigu listamenn á stokk, Svavar Knútur í Kópavogi og Fannar Freyr og Karitas Harpa  í Hafnarfirði.
 
Rósa Bkjörk Brynjólfsdóttir, sem skipar annað sæti listans, bauð gesti velkomna og flutti síðan ræðu. Það gerði ég einnig, bæði í Kópavogi í gær og í Hafnarfirði í dag. Svandís Svavarsdóttir kom á fundinn í Kópavogi og minnti á inntak kosningabaráttunnar. Daníel Haukur kosningastjóri lék við hvern sinn fingur.

Þetta eru sjöttu kosningarnar sem ég tek þátt í sem frambjóðandi og hinar fimmtu sem ég er á lista fyrir Vinstrihreyfinguna grænt framboð en þar hef ég verið innanborðs frá upphafi.

Sjaldan hefur verið eins á brattann að sækja og nú en ef marka má hinn góða anda á opnunarhátíðunum um helgina þá gefur það tilefni til bjartsýni á viljann til að snúa vörn í sókn.
Kos 2
Kos 3
kos 4
Kos 6
Kos 7