Fara í efni

GLEÐILEGT ÁR


Þá er árið 2009 á enda runnið og framundan nýtt ár. Á þessum tímamótum dagatalsins lítum við yfir farinn veg jafnframt því sem við horfum fram á veginn. Árið sem nú er liðið hefur verið mörgu fólki erfitt, einkum þeim sem misst hafa ástvini, búa við heilsubrest eða atvinnuleysi. Skuldum vafnar fjölskyldur hafa margar átt í erfiðleikum með að halda íbúðarhúsnæði sínu og sjá því miður, alltof margar, fram á áframhaldandi þrengingar. Á árinu höfum við flest líka orðið ánjótandi gleðistunda. KK komst skemmtilega að orði í útvarpsviðtali á gamlársdag þegar hann sagði að árið hefði verið gott. Vandinn væri hins vegar hve illa hefði verið talað um það! Þetta er lóðið. Reynum að sjá það bjarta í tilverunni jafnframt því sem við tökumst á við erfileikana. Ég óska lesendum síðunnar margra gleðiríkra stunda á komandi ári. Gæfan fylgi ykkur.