GÓÐ GREIN STEFÁNS ÞORVALDAR ÞÓRSSONAR
03.04.2014
Í Fréttablaðinu í dag og einnig á vísir.is birtist góð grein eftir Stefán Þorvald Þórsson um náttúruvernd og gjaldtöku við ferðamannastaði. Stefán Þorvaldur veltir upp ýmsum hliðum á þessum málum og bendir á að ekki er lagabókstaf að finna fyrir gjaldtökunni hvorki við Geysi né annars staðar þar sem einkaaðliar vilja rukka án samnings við Umhverfisstofnun og hvetur hann til að henni verði hnekkt.
Í grein sinni segir Stefán Þorvaldur m.a. „Upphrópunum landeigenda um landspjöll ber líka að taka með fyrirvara, þar sem engin sönnunarbyrði er til staðar. Þar hefur Geysissvæðið verið miðdepill umræðunnar. Væri ekki betra að takmarka fjölda ferðamanna á svæðið, heldur en að hafa engin takmörk á fjölda, svo lengi sem fólk greiðir aðgangseyri? Hverfa þolmörkin kannski við gjaldtöku? Uppbyggingin við hverasvæðið hefur einnig verið kostuð af ríkinu..."
Í grein sinni segir Stefán Þorvaldur m.a. „Upphrópunum landeigenda um landspjöll ber líka að taka með fyrirvara, þar sem engin sönnunarbyrði er til staðar. Þar hefur Geysissvæðið verið miðdepill umræðunnar. Væri ekki betra að takmarka fjölda ferðamanna á svæðið, heldur en að hafa engin takmörk á fjölda, svo lengi sem fólk greiðir aðgangseyri? Hverfa þolmörkin kannski við gjaldtöku? Uppbyggingin við hverasvæðið hefur einnig verið kostuð af ríkinu..."