GRÓÐI OG SAMFÉLAG
Ólína, góðvina þessarar síðu, nánast fastapenni í lesendadálki, setur fram mjög umhugsunarverða spurningu, sem er meira en þess virði að menn hugleiði. Hún spyr:"Íslenskir bankar græða 120 milljarða á níu mánuðum þeir greiða tíund vegna gróðans á síðasta ári eða um 12 þúsund milljónir. Hve mikið þyrfti hver Íslendingur að greiða meira í beina skatta á ári til að greiða jafn mikið og bankarnir gerðu vegna liðins árs?"
Án þess að ég kunni svarið nákvæmlega þá er engu að síður ljóst að við erum ekki að tala um upphæðir, sem íslenska launaþjóðin stendur eða fellur með.
Sú hugsun sem skrif Ólínu vekja er þessi: Með einkavæðingunni, gróðahyggjunni og braskvæðingunni hefur íslenskt samfélag breyst – eða öllu heldur, því hefur verið breytt. Eignir samfélagsins hafa verið settar í hendur nokkurra einstaklinga, sem makað hafa krókinn. Misskipting og ranglæti þrífst og breiðir úr sér sem aldrei fyrr. Spurningin er þá eftirfarandi: Er jafnaðarsamfélaginu fórnandi fyrir 12 milljarða og nokkra stráka og stelpur í silkigöllum; þotuliðið? Eða eigum við að snúa spurningunni við: Er þotuliðinu fórnandi fyrir meiri jöfnuð og félagslegt réttlæti? Mitt svar er játandi, einnig svar Ólínu.
Um hina nýju milljarðamæringa og um þá sem skópu ranglætið með pólitískum gjörðum sínum, vefst Ólínu ekki tunga um tönn: "Burt með þá sem bera ábyrgð á svona óréttlæti og þá sem nærast á því. Menn breiða ekki yfir það með hoppi og hí með listamönnum í Kvosinni eða með því að ganga í prósessíu inn kirkjugólf í úthverfunum og gefa smámynt til kirkjustarfs."
Ég hvet lesendur til þess að kynna sér bréf Ólínu í heild sinni HÉR, einnig bréf