Fara í efni

GUÐMUNDAR BJÖRNSSONAR MINNNST Á ALÞINGI

Guðmundur landl 2
Guðmundur landl 2
Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis minntist þess í dag að hundrað ár eru liðin frá því að sett voru ný þingskaparlög á Alþingi en verkstjórn um gerð laganna var á hendi Guðmundar Björnssonar, alþingismanns sem jafnframt var landlæknir.

Guðmundur Björnsson var merkur maður og forgöngumaður um ýmis framfaramál  á sinni tíð, allt frá vatnsveitumálum í Reykjavík, stofnun Slysavarnafélags Íslands og nýjunga á sviði heilbrigðismála.

Það var vel til fundið hjá forseta Alþingis, að minnast Guðmundar Björnssonar sérstaklega í tengslum við aldarafmæli þingskaparlaganna frá 1915, laga sem reyndust lífsseigari en þau lög sem voru þá við lýði annars staðar á Norðurlöndum. Guðmundur leitaði nefnilega víðar fanga en þar og beitti auk þess eigin hugkvæmni.

Það er líka vel til fundið af hálfu Alþingis að koma fyrir mynd af Guðmundi Björnssyni í sal gömlu Efri deildar þar sem hann var  forseti um árabil. Alls sat Guðmundur Björnsson 18 ár á þingi.

Ræða forseta Alþingis: http://www.althingi.is/altext/upptokur/raeda/?raeda=rad20150914T150309