HAFÞÓR JÚLÍUS LYFTIR Í SÍBERÍU
Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 26/27.04.25.
Ánægjulegt er að sjá hve vel Hafþór Júlíus Björnsson stendur sig í kraftlyftingum og öðrum hreystiíþróttum.
Hér á klakanum okkar vekur það almennt stolt þegar einhver úr okkar hópi gerir garðinn frægan hvort sem er í íþróttum eða á öðrum sviðum, menningu, listum eða vísindum.
Þarna er utanríkisráðherra vor engin undantekning. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er sjálf mikil keppniskona og hefur auk þess látið vinsamleg orð falla um íslenskt afreksfólk og er Hafþór Júlíus þar ekki undanskilinn.
Nema þá helst núna þegar hann lyftir í Síberíu sem vel að merkja er innan landamæra Rússlands. Þar ríki Pútín sem beri alla ábyrgð á stríðinu í Úkraínu, hann sé einræðisherra og fyrir bragðið eigi Rússaríki það ekki skilið að nokkur einustu samskipti séu við það höfð eða nokkurn þegn þess, hvorki á sviði stjórnmála né vísinda og lista eða þá íþrótta. Þannig skil ég afstöðu utanríkisráðherrans og ríkisstjórnarinnar, ef þá ekki Alþingis eins og það leggur sig. Í það minnsta hafa vart aðrar raddir heyrst á þeirri virðulegu samkundu allar götur frá því að Rússaher gerði innrás í Úkraínu í febrúar 2022.
Síðan hefur allt verið á einn veg, sendiráði Íslands í Moskvu hefur verið lokað, vopn send í austurveg til að drepa Rússa, vinabæjarsamskiptum látið lokið, Garðyrkjufélagið beðist afsökunar á því að hafa rússneskt kartöfluyrki til sölu, að því ógleymdu að fáni Úkraínu hefur verið látinn blakta við hún við ráðhús höfuðborgarinnar, væntanlega til þess að sýna Úkraínuríki samstöðu í viðureigninni við Rússa.
Ekki er flaggað af hálfu borgarinnar fyrir Palestínu; íslenskur Eurovision-söngur látinn hljóma í Tel Aviv í boði Ríkisútvarpsins og handbolti leikinn við ísraelskt handboltalandslið.
Þarna ríkir engin samkvæmni, hvorki hjá ríki né sveitarfélagi. Um það verður varla deilt. En svo hefjast líka deilurnar og það heiftugar deilur. Þær snúast um góða stríðsherra og slæma; um góðan málstað og slæman málstað. Og þær snúast líka um viðbrögð. Á að reka ríki sem brjóta af sér út úr alþjóðlegum stofnunum? Á að hætta viðskiptum við þau og ætti það að gilda um öll brotleg ríki?
Sjálfur var ég andvígur því á sínum tíma að Rússar yrðu sviptir réttindum á þingi Evrópuráðsins þegar þeir tóku yfir Krímskagann árið 2014. Kom þar reyndar margt til, brottrekstur þýddi ekki aðeins að rússneska ríkið væri svipt réttindum heldur væri einnig rússneskur almenningur sviptur möguleikanum á að sækja rétt sinn gegn rússneska ríkinu fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. Á sama tíma var ég því andvígur að áheyrnarfulltrúi Ísraels yrði gerður brottrækur af þessu sama þingi eins og hugmyndir komu þá fram um vegna stríðsofbeldis af hálfu Ísraelsríkis. Ég vildi nálægðina og þar með tækifæri til að takast á – með rökum og gagnrýni; ofbeldið yrði alltaf í brennidepli.
Á sama hátt hefði ég verið því andvígur nokkrum árum fyrr að reka innrásarþjóðirnar í Írak úr alþjóðastofnunum, sem ekki var gert þrátt fyrir ótvíræð brot þeirra á alþjóðalögum, að ekki sé minnst á NATÓ ríkin sem réðust á Líbíu fyrir rúmum áratug og skiluðu því landi áleiðis til steinaldar. Ef öllum ofbeldisríkjum væri vísað á dyr yrði fátt um manninn innan veggja alþjóðastofnana.
En svo má spyrja hvort stigsmunur geti orðið slíkur á stríðsofbeldi að úr verði eðlismunur. Sú eðlisbreyting hefur að mínu mati átt sér stað á Gaza svæðinu þar sem nú er framið þjóðarmorð. Frá mínum bæjardyrum séð kallar það á breytta afstöðu.
En það er ekki aðeins deilt um hvort vísa eigi ríkjum á dyr úr alþjóðlegu samfélagi heldur einnig hvar ábyrgð á viðbrögðum við ofbeldi liggi. Hverjum ber að bregðast við, ríkisstjórnum, sveitarfélögum, félagasamtökum eða einstaklingum? Eru það íslensku handknattleiksstúlkurnar sem eiga að neita að etja kappi við lið frá Ísrael eða á ákvörðun um það að vera á borði Íþróttasambands Íslands? Ég hallast að því síðara. Og hvað með Hafþór Júlíus? Varla getur það talist boðlegt að hann þurfi að sitja undir ákúrum frá ráðherra sem segir sér vera þungt fyrir brjósti vegna gjörða hans en lætur engin slík gagnrýnisorð falla í garð íþróttamanna sem taka þátt í kappleik í miðju þjóðarmorði.
Þessi umræða er mikilvæg að mínu mati. Hún snýst um það hvernig einstaklingar og félagasamtök virki krafta sína. Þarna getur aldrei orðið fullkomið samræmi í viðbrögðum allra, einfaldlega vegna þess að mat okkar sem einstaklinga eða afstaða sem við tökum í félagi við aðra er mismunandi og auk þess breytileg eftir því hvernig mál þróast.
Sama kann að eiga við um viðbrögð ríkis og sveitarfélaga. En þar ber hins vegar að krefjast þess að lágmarkssamkvæmni ríki.
Það er löngu komið að því að sýna úkraínskum aðkomumönnum á Íslandi hlýhug á annan hátt en með því að flagga fyrir heimaríki þeirra við Ráðhús Reykjavíkur. Að sama skapi ætla ég að leyfa mér að mæla með því að taka að nýju upp vinasamband við Moskvubúa.
Almenna reglan hlýtur að eiga að vera sú að vopnin verði kvödd og velvildin virkjuð.
HAFÞÓR JÚLÍUS LIFTS IN SIBERIA
It is good to see how well Hafþór Júlíus Björnsson is doing in powerlifting and other endurance sports.
Here up in the northern parts, we are always a little proud when locals achieve something noteworthy whether it be in sports or in other fields, culture, arts or science.
This also applies to our Minister of Foreign Affairs. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir values competition, is indeed all for competition, and it must be said that she has been generous in complementing those excelling in some way. Here Hafþór Júlíus is no exception.
Until now, when it became known that he was going to take part in a powerlifting competition in Siberia - within the borders of Russia; the country where Putin rules - Putin the dictator. And since he and he alone is responsible for the Ukrainian war, Russia does not deserve any friendly relations nor its inhabitants, not a single Russian deserves any contact neither in the fields of politics nor science and art, nor sports. This is how I understand the position of the Icelandic Minister of Foreign Affairs, and indee the Icelandic government, if not our Parliament in its entirety. At least, hardly any other voices have been heard in that venerable assembly since the Russian army invaded Ukraine in February 2022.
Since then, everything has been one way, the Icelandic embassy in Moscow has been closed, weapons have been sent east to kill Russians, long established twin city relations with Russian towns and cities have been terminated, the Icelandic Gardening Society has apologized for having had a Russian potato variety for sale, not to mention that the Ukrainian flag has been flown at the capital's City Hall, presumably to show the Ukrainian state solidarity in in its confrontation with Russia.
In contrast the City of Reykjavík is not flying the flag for Palestine; an Icelandic Eurovision song was played in Tel Aviv at the invitation of the Icelandic State Radio and a handball match was played with the Israeli national handball team.
There is no consistency here, neither in the way the state reacts nor the municipality. This is obvious to all. But here people start to argue, and fierce an argument it is. It is about good war-lords and bad war-lords, about good causes and bad causes. And it is also about reactions and responses. Should states that do not act in accordance with international law be expelled from international institutions? Should trade with them be stopped, and should that apply to all offending states?
I myself was opposed at the time to Russia being stripped of its rights in the Council of Europe after its annexation of Crimea in 2014. Expulsion not only meant that the Russian state was stripped of its rights, but also that the Russian public was deprived of the possibility of pursuing its rights against the Russian state before the European Court of Human Rights. I was also opposed to ideas expressed at the time to strip Israel of its observer status in the Parliamentary Assembly of the Council of Europe because of violence and oppression by the State of Israel. The war crimes committed by Israel were obvious but I wanted proximity and thus the opportunity to confront the perpetrator with arguments and criticism; thereby the violence would always be the focus.
Similarly, a few years earlier I would have been opposed to expelling the invading states in Iraq from international organizations, which was not done despite their unequivocal violation of international law, not to mention the NATO countries that attacked Libya over a decade ago and sent that country back towards the Stone Age. If all violent and oppressive states, like the perpetrators in Libya, were expelled from international organizations, there would be few people left within their walls.
But then one can ask whether difference in degree in human rights abuse can become of such enormity that it becomes a difference in kind – a qualitative difference. In my opinion, such a change has taken place in the Gaza Strip. There the world is witnessing a genocide. And that calls for a change in position.
But it is not only disputed whether states should be expelled from the international institutional community, but also where responsibility for responding to violence lies. Who should respond, governments, municipalities, NGOs or individuals? Or all of them? Is it the Icelandic handball girls who should refuse to compete with a team from Israel or is the decision to be taken by the board of the Icelandic Sports Federation? I lean towards the latter, whatever individuals decide to do.
And what about Hafþór Júlíus? It can hardly be considered acceptable that he has to be subjected to lamenting comments by a government minister who at the same time makes no critical remarks towards athletes who participate in a competition in the midst of genocide.
This discussion is important in my opinion. It is about how individuals and NGOs exert their power. There can never be complete harmony in everyone's reactions, simply because our assessments as individuals or the positions we take in company with others are different and also vary depending on how a situation develops.
The same may apply to the reactions of the state and municipalities, conditions may change and reactions as a consequence. But here we should demand that there be a minimum level of consistency.
It is long overdue to show Ukrainian newcomers in Iceland kindness in another way than by waving flags for their home country at Reykjavík City Hall. In the same vein, I would like to suggest that we re-establish friendly relations with the people of Moscow.
The general rule should be to say farewell to arms and instead activate our goodwill.
-------------------
Athygli er vakin á því að hægt er að gerast áskrifandi að fréttabréfi þessarar heimasíðu á slóð sem hér er að finna: https://www.ogmundur.is/
Fréttabréfið er sent aðeins endrum og eins til áskrifenda þeim að kostnaðarlausu að sjálfsögðu.
Here you can subscribe to a newsletter from this homepage, free of charge: https://www.ogmundur.is/