HÁLF TVÖ VIÐ GEYSI
Það er ekki ýkja langt síðan farið var að rukka ferðamenn við Kerið og síðan við Geysi. Það er hins vegar svo langt um liðið að stjórnvöld hefðu átt að vera búin að taka í taumana og stöðva gjaldtökuna því hún er ólögleg. Fyrst stjórnvöld sýna andvaraleysi þarf almenningur að standa á löglegum rétti sínum. Það gerum við einafaldlega með því að mæta á svæðin þar sem ólögleg gjaldtaka fer fram og neita að borga. Verði fólk fyrir áreitni ber að sjálfsögðu að tilkynna það til lögreglu. Ef ekki, þá er það til marks um að gjaldtökumenn sjá sig tilneydda að virða lögin. Þannig tekst að hrinda aðförinni að almannaréttinum.
Ég ætla að gera nákvæmlega þetta við Geysi klukkan hálf tvö á sunnudag.
http://www.dv.is/frettir/2014/3/29/half-tvo-vid-geysi/
http://www.visir.is/-eg-mun-ekki-borga-neitt,-enda-er-thetta-ologlegt--/article/2014140328660
http://www.dv.is/frettir/2014/3/29/vara-vid-theirri-throun-ad-natturuperlur-seu-notadar-til-ards-eingongu-fyrir-faa-einstaklinga/
http://www.visir.is/vara-vid-notkun-natturuperlna-til-ards-farra-einstaklinga/article/2014140328725
http://eyjan.pressan.is/frettir/2014/03/28/ogmundur-bodar-til-uppreisnar-gegn-gjaldtoku-vid-geysi-folk-er-ekki-stodvad-ef-thad-neitar-ad-borga/