HALLAR Á LÝÐRÆÐIÐ Í EVRÓPU?
Á miðvikudagsmorgun klukkan 8:15 er efnt til morgunverðarfundar á Grand Hótel í Reykjavík undir fyrirsögninni: EVRÓPUSAMVINNAN OG LÝÐRÆÐIÐ. Það er Evrópufræðasetrið að Bifröst sem stendur að fundinum í samvinnu við BSRB, ASÍ, Samtök atrvinnulífsins og Samtök iðnaðarins.
Marius Vahl sérfræðingur um málefni EFTA ríkjanna hjá CEPS stofnuninni (Center for European Policy Studies) í Brussel flytur erindi á fundinum sem hann nefnir: Double democratic deficit; Influence of the EEA on democracy in
Af þessum titli sýnist mér að megi ráða að fyrirlesari telji að við séum í tvöföldum mínus hvað lýðræðið snertir með hlutdeild okkar í Hinu evrópska efnahagssvæði. Hvað hann á við með því að tala um tvöfaldan mínus á eftir að koma í ljós – hvort hann telur að það halli á lýðræðið innan Evrópusambandsins og að sá halli verði enn meiri þegar EES verður milliliður ríkja við sambandið eða...? Þetta kemur í ljós á þessum morgunverðarfundi sem stendur í innan við tvo tíma því gert er ráð fyrir að honum ljúki eigi síðar en klukkan 10.
Að loknu erindinu verða pallborðsumræður um efni þess. HÉR má sjá nánar um efni fundarins.