Heimildamyndahátíð Gagnauga og Fróða
Nú stendur yfir heimildamyndahátíð Gagnauga og Fróða, félag sagnfræðinema, og stendur hún til 15 desember. Á hátíðinni verða sýndar 10 heimildarmyndir sem eiga það eitt sameiginlegt að fjalla um alþjóðamál. Flestar heimildarmyndirnar fara ofan í kjölinn á umdeildum málefnum s.s árás Ísraelshers inn í flóttamannabúðir Palestínumanna í Jenín, hryðjuverkarárásirnar á Bandaríkin 11. september, baráttu Bandaríkjanna gegn eiturlyfjabarónum í Kólombíu, Persaflóastríðið 1991, skoðanir hins heimskunna fræðimanns Noams Chomsky á fjölmiðlum vesturlanda o.fl Myndirnar verða sýndar á þriðjudögum Í Háskólabíói, á miðvikudögum í MÍR, á fimmtudögum í Árnagarði í Háskóla Íslands og á sunnudögum á Nellys cafe Dagskrána, umfjöllun um myndirnar og aðrar upplýsingar er að finna á vefnum www.gagnauga.net eða Stefán síma 693-3959