HERHVÖT UNU MARGRÉTAR JÓNSDÓTTUR
10.03.2014
Í dag birtist í Fréttablaðinu tímabær grein eftir Unu Margréti Jónsdóttur. Þar fjallar hún um uppsagnir hjá hinu opinbera að undanförnu og þá aðferðafræði sem þar sé beitt samkvæmt ráðgjöf sérfræðinga. Fólk sé niðurlægt út í hið óendanlega og nefnir dæmi um aðferir sem hljóti að flokkast undir gróft einelti:
„ Að slík aðferð skuli vera að ryðja sér til rúms á 21. öld finnst mér vera með ólíkindum. Þetta er afturhvarf til þeirra tíma þegar yfirmenn gátu komið fram við almennt starfsfólk eins og þeim sýndist og sýnt því lítilsvirðingu og yfirlæti. Það er undarlegt að þessi aðferð skuli færast í vöxt á sama tíma og mikið er talað um nauðsyn þess að útrýma einelti því ég get ekki betur séð en að hér sé um að ræða einelti samkvæmt ráðgjöf.
Að koma fram við ákveðinn hóp starfsmanna eins og annars flokks manneskjur, hvað er það annað en einelti? Og furðulegt er líka að þetta skuli færast í vöxt á sama tíma og mannauðsstjórum fjölgar því það starfsheiti virðist benda til þess að starfsfólkið eigi að vera stjórnendum mikils virði. En kannski eru sumir stjórnendur fremur farnir að líta á starfsfólkið sem „auð" en „menn"...."
Ég hvet alla lesendur þessarar heimasíðu til að lesa grein Unu Margrétar orð fyrir orð. Sjálfur tek ég eindregið undir lokaorð hennar þar sem segir:
„Og skilaboð mín til almennra starfsmanna, stéttarfélaga og yfirmanna hjá fyrirtækjum eru þessi: Berjumst gegn þessari aðferð!"
Grein Unu margrétar Jónsdóttur: http://visir.is/einelti-samkvaemt-radgjof/article/2014703109947
„ Að slík aðferð skuli vera að ryðja sér til rúms á 21. öld finnst mér vera með ólíkindum. Þetta er afturhvarf til þeirra tíma þegar yfirmenn gátu komið fram við almennt starfsfólk eins og þeim sýndist og sýnt því lítilsvirðingu og yfirlæti. Það er undarlegt að þessi aðferð skuli færast í vöxt á sama tíma og mikið er talað um nauðsyn þess að útrýma einelti því ég get ekki betur séð en að hér sé um að ræða einelti samkvæmt ráðgjöf.
Að koma fram við ákveðinn hóp starfsmanna eins og annars flokks manneskjur, hvað er það annað en einelti? Og furðulegt er líka að þetta skuli færast í vöxt á sama tíma og mannauðsstjórum fjölgar því það starfsheiti virðist benda til þess að starfsfólkið eigi að vera stjórnendum mikils virði. En kannski eru sumir stjórnendur fremur farnir að líta á starfsfólkið sem „auð" en „menn"...."
Ég hvet alla lesendur þessarar heimasíðu til að lesa grein Unu Margrétar orð fyrir orð. Sjálfur tek ég eindregið undir lokaorð hennar þar sem segir:
„Og skilaboð mín til almennra starfsmanna, stéttarfélaga og yfirmanna hjá fyrirtækjum eru þessi: Berjumst gegn þessari aðferð!"
Grein Unu margrétar Jónsdóttur: http://visir.is/einelti-samkvaemt-radgjof/article/2014703109947