Fara í efni

HERINN BURT!

Hér á landi verða næstu vikurnar 500 til 600 NATÓ hermenn til að æfa sig í stríði. Maður þarf að vera snöggur til þess að finna af þessu fréttir svo stutt stoppa þær við á miðlunum.

Í þinginu ræðir þetta enginn. Alla vega ef svo á annað borð er, þá svo hljóðlega að ekki heyrist.

Það er eitt að segjast í orði vera á móti NATÓ eins og VG segist ennþá vera en faðma síðan þetta hernaðarbandalag og fulltrúa þess að sér hvenær sem færi gefst. Út úr því er ég fyrir löngu farinn að lesa: Ísland í NATÓ, herinn kjurrt.

En látum nú vera þótt allir - eða allflestir – þingmenn styðji veru okkar í NATÓ.

Er mengunin aftan úr stríðsvélunum í samræmi við heitstrengingar ráðherra í loftslagsmálum?

Þótt þingið sé svona þenkandi þá eru þau til á Íslandi sem vilja herinn burt. Ekki bara í sögubókum.
Heldur í alvörunni HERINN BURT og það strax!