Fara í efni

HLUSTUM Á JÓN KRISTJÁNSSON

Nú rifja það ýmsir upp að á undanförnum árum hefur Jón Kristjánsson, fiskifræðingur, margoft reynt að benda á hvernig Samherji hefur verið að sölsa undir sig fiskveiðiheimildir víðs vegar um heim – ekki aðeins hér á landi heldur um heimshöfin vítt og breitt  -  og að ekki hafi aðferðirnar alltaf verið til eftirbreytni, alla vega samkvæmt þeim lögmálum sem kennd eru í sunnudagaskólum.

“Margoft reynt…” segi ég og á þá við að þótt Jón Kristjánsson hafi talað skýrt og skorinort hafa fjölmiðlar ekki viljað á hann hlusta. Þetta er ekki óþekkt.

Ég hlustaði á Jón Kristjánsson í viðtali við Pétur Gunnlaugsson á Útvarpi Sögu fyrir fáeinum dögum. Ég mæli með því að menn hlusti á það með opnum huga. Hin félagslega/efnahaglega söguskýring og greining Jóns á kvótakerfinu verður að komast inn í þá umræðu sem nú mun fara í hönd við uppstokkun kvótakerfisins.

Sú uppstokkun er óumflýjanleg.
Sem betur fer.

Tími var kominn til.

Viðtalið er hér: https://www.utvarpsaga.is/samherji-sjavarutvegsmal-greiningar/