Fara í efni

HLUSTUM Á KRISTÍNU HELGU GUNNARSDÓTTUR

Í gærmorgun, þriðjudaginn 30. júlí, var viðtal við Kristínu Helgu Gunarsdóttur rithöfund um «stóriðju í vindorku» á Rás 2 Ríkisútvarpsins.

Viðtalið var afbragðsgott og án þess að fjölyrða um það frekar hvet ég sem flesta til að smella á eftirfarandi slóð og hlusta á þáttinn:

https://www.ruv.is/utvarp/spila/morgunutvarpid/23822/7grrv0/hafa-ahyggjur-af-vindorkuverum

Í þættinum talaði Kristín Helga fyrir undirskriftasöfnun sem samtökin Mótvindur gegn vindmylluvæðingu landsins standa fyrir. Ég hvet alla sem hafa ekki þegar undirritað áskorunina að gera það hið snarasta.

https://island.is/undirskriftalistar/cd5aa001-59f8-4ba0-a98d-044cbefc2dad 

------
Athygli er vakin á því að hægt er að gerast áskrifandi að fréttabréfi þessarar heimasíðu á slóð sem hér er að finna: https://www.ogmundur.is/
Fréttabréfið er sent aðeins endrum og eins til áskrifenda þeim að kostnaðarlausu að sjálfsögðu.