HLUSTUM Á ÞETTA FÓLK!
Fyrir nokkru birti ég grein þar sem ég varaði við “aflátsbréfum” okkar samtíðar og líkti þar áróðri flugfélaga og olíufélaga fyrir aukinni neyslu - fljúga meira keyra meira - við sölumennsku kaþólsku kirkjunnar á 16. öld þegar menn gátu keypt kvittun fyrir því að allar syndir þeirra væru fyrirgefnar - þess vegna óhætt að syndga áfram. Útkoman úr aflátsbréfasölu samtímans gæti orðið sú að víðernum Íslands yrði stefnt í hættu svo ákafir yrðu ferðalangarnir í að kaupa sér sálarró – og góða samvisku.
https://www.ogmundur.is/is/greinar/ognar-kolefnisjofnun-natturu-islands
Jákvæður vilji fólks til að rísa upp til varnar náttúrunni er vandmeðfarinn og er grundvallaratriði að skynsemi og dómgreind fylgi með í pakkanum. Til þess er jú barist að bjarga náttúrunni og þar með tryggja fjölbreytileika lífsins.
Varla viljum við útrýma íslenskum víðernum sem mörg okkar telja prýði Íslands – eða hvað?
Varla viljum við útrýma lyngi vöxnu landi – eða hvað?
Varla viljum við útrýma spóa og lóu – eða hvað?
Hlustum á vísindamenn sem vilja virkja skynsemi og dómgreind í löngu tímabærri baráttu fyrir ómengaðri náttúru en um leið fjölbreytni lífríkisins.
Sjá hér viðtöl við Þóru Ellen Þórhallsdóttur, prófessor í líffræði við Háskóla Íslands og Ólaf K. Nielsen, vistfræðing hjá Náttúrufræðistofnun Íslands.
https://www.mbl.is/frettir/taekni/2019/10/20/vaerum_ad_bregdast_hlutverki_okkar_sem_gaeslumanna/
https://www.mbl.is/frettir/taekni/2019/10/20/umfangsmikil_skograekt_gaeti_skadad_vistkerfid/