Fara í efni

HÖFÐINGLEGT BOÐ Á HRAFNISTU


Í lok síðustu viku átti ég ánægjulega heimsókn á Hrafnistu en erindið var að heimsækja stofnunina jafnframt því að undirrita samkomulag um rekstur 35 skammtíma hjúkrunarrýma og allt að þrjátíu dagdeildarrými. Þetta var ánægjuleg heimsókn. Guðmundur Hallvarðsson, stjórnarfomaður, og gamall samstarfsfélagi minn - og í mörgum efnum baráttubróðir - á Alþingi sagði, þegar hann bauð til hádegisverðarborðs að ég fengi kótellettur í raspi og brúnaðar kartöflur með öllu tilheyrandi. Þetta væri „þjóðréttur Hrafnistu" og aðeins boðið höfðingjum. Rétturinn væri að sjálfsögfðu reglulega á borðum heimilsfastra, sem var hans máti að segja mér frá því að á Hrafnistu væri litið á alla sem þar byggju sem höfðingja! Sjá nánar: http://www.heilbrigdisraduneyti.is/frettir/nr/3020